Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 04. september 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Tíst Barcelona um Messi vekur athygli
Mynd: Getty Images
Mikið hefur verið rætt um framtíð Lionel Messi og ágreining hans við stjórn Barcelona.

Í dag kom í ljós að Messi verður áfram hjá Börsungum út leiktíðina en hann virðist allt annað en sáttur með hegðun félagsins gagnvart sér.

Hann gaf viðtal við Goal í dag og skýrði þar stöðu mála. Hann talaði illa um stjórn Barcelona en tjáði einnig ást sína á félaginu sjálfu og stuðningsmönnunum sem hafa stutt við bakið á honum í næstum tvo áratugi.

Twitter aðgangur FC Barcelona vitnaði í viðtalið við Goal og skrifaði upp einn af fáum pörtum þar sem Messi lofsamar félagið sitt.

„Ég mun gefa allt í þetta. Ást mín á Barca mun aldrei breytast," segir í tísti FC Barcelona, sem hefur vakið mikil viðbrögð.

Messi vildi ólmur ganga í raðir Manchester City fyrir komandi leiktíð og mun líklega skipta yfir í enska boltann næsta sumar.



Sjá einnig:
Messi verður áfram hjá Barcelona (Staðfest)
Faðir Messi reiður: Segir að hann eigi að fara frítt frá Barcelona
Athugasemdir
banner
banner
banner