Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   mið 04. september 2024 23:16
Brynjar Ingi Erluson
Anton Logi: Svekkjandi að missa Óskar
Icelandair
Anton Logi á æfingu Íslands í dag.
Anton Logi á æfingu Íslands í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Anton Logi í leik með Breiðabliki og Óskar Hrafn í bakgrunni
Anton Logi í leik með Breiðabliki og Óskar Hrafn í bakgrunni
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
„Bara mjög spennandi. Aðeins öðruvísi að koma heim þegar maður spilar erlendis. Extra góð tilfinning að koma heim, hitta fjölskyldu og vini og svona, en síðan er þetta bara fókus á leikina sem eru hérna. Þetta eru tveir mjög mikilvægir leikir og ef við náum í góð úrslit þá erum við í mjög góðri stöðu í þessum riðli,“ sagði U21 árs landsliðsmaðurinn Anton Logi Lúðvíksson í samtali við Fótbolta.net í dag.

Spennandi vika er framundan. Ísland mætir Dönum á föstudag og síðan Wales á þriðjudag, en leikirnir tveir eru gríðarlega mikilvægir upp á framhaldið í riðlinum.

„Ég held að við eigum góða möguleika. Við erum ekki búnir að spila við Danina áður og erum að fara spila við þá tvisvar í haust. Ef við ætlum að gera eitthvað í þessum riðli þá þurfum við að byrja á því að ná í úrslit á föstudag og sjá síðan til hvað við getum gert á móti Wales. Úrslit hér þá er allt opið.“

„Við erum að spila við þá í fyrsta skipti og hér á heimavelli. Fyrir mér hérna í Víkinni eigum við að geta tekið hvaða lið sem er. Síðan höfum við spilað við Wales, töpuðum 1-0 úti svekkjandi og viljum hefna fyrir það,“ sagði Anton, en hann svekkir sig mest á tapinu gegn Wales.

„Tékkland var lélegur leikur af okkar hálfu. Við áttum ekkert skilið þar enda slakir, en Wales-leikurinn var mjög svekkjandi. Þetta eru fimm lið og skiptir hver leikur svo miklu máli í þessu.“

Anton Logi er á mála hjá Haugesund í Noregi. Óskar Hrafn Þorvaldsson fékk hann með sér til félagsins er hann tók við þjálfun þess, en síðan hvarf Óskar á braut eftir ágreining við stjórn félagsins.

„Ég er búinn að endast þarna lengst, sem er afrek út af fyrir sig. Staðan núna í Haugesund er ekki sú sama og þegar maður skrifaði undir í byrjun árs, en það er eins og allt annað í þessu. Maður veit aldrei hvað gerist næst. Fótbolti er umhverfi þar sem þú veist aldrei hverju þú átt von á. Óskar fór og Hlynur tók sénsinn á öðru liði í Svíþjóð en breytir ekki öllu fyrir mann sjálfan.“

   10.05.2024 07:52
Óskar Hrafn hættur með Haugesund (Staðfest)


„Auðvitað. Ég fer þarna út með Óskari, búinn að vera hjá honum í Breiðabliki. Þekki hann vel, veit hvaða fótbolta hann vill spila og finnst bara gaman að spila undir stjórn Óskars. Mér finnst fótboltinn hans skemmtilegur og hann er virkilega góður þjálfari þannig auðvitað var svekkjandi að missa hann, en svo er eins og með allt annað í þessu að lífið heldur áfram og það kemur nýr maður inn og maður reynir að gera það sem hann biður um. Þannig virkar þetta,“
sagði Anton en allt viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner