Lewandowski, Anderson og Endrick orðaðir við Man Utd - Semenyo til Liverpool í janúar? - Barcelona skuldar - Toney til Tottenham?
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
   mið 04. september 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Ótrúlega ánægður að vera áfram í Düsseldorf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafngaman að koma og spila fótbolta með bestu vinum sínum. Ég er ótrúlega spenntur fyrir landsleikjunum núna. Þetta er nýtt upphaf," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Mér finnst við vera með ótrúlega gott lið og það eru gríðarleg gæði í hópnum. Við ætlum að láta vaða á móti Svartfellingum."

Ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór
Ísak var í sumar keyptur til Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið afar vel á láni með liðinu á síðustu leiktíð.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór. Það var svekkjandi með lokin á síðasta tímabili þar sem við vorum vítaspyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég er lykilmaður þarna og er að spila allar mínútur. Mér líður ótrúlega vel þarna," segir Ísak Bergmann.

„Það er það mikilvægasta fyrir mig sem ungan leikmann að vera að spila reglulega, og líka upp á landsliðið að gera. Það gefur mér enn meiri séns á að byrja leiki hér. Það er mjög flott."

Düsseldorf virkjaði klásúlu í lánssamningi Ísaks til að kaupa hann nokkrum dögum áður en hún átti að renna út.

„Þeir töluðu um það mjög snemma að þeir ætluðu að gera það ef þeir ættu pening. Ég var gríðarlega sáttur með það að enda þarna. Þetta er eitt besta skref sem ég hef persónulega hef tekið," segir Ísak.

„Fram að 15. júní hugsaði ég bara um Düsseldorf en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef það hefði farið yfir þann dag. Ég var ótrúlega ánægður að þetta var niðurstaðan. Við höfum byrjað tímabilið vel og erum efstir. Við erum á góðum stað. Ég spila flestar mínútur og er að spila aðeins neðar á vellinum núna, í tvöfaldri sexu. Það er eins og landsliðið spilar og það hjálpar mér mjög mikið; að læra varnarleikinn og staðsetningarnar. Eins og Jói (Berg) og Arnór (Ingvi) hafa verið að gera gríðarlega vel. Ég fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu. Mig langar að bæta mig sem varnarmaður og geta tekið yfir þetta þegar Jói og Arnór eru hættir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner