Semenyo og Neves orðaðir við Man Utd - Atletico hefur áhuga á Rashford
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
   mið 04. september 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Ótrúlega ánægður að vera áfram í Düsseldorf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafngaman að koma og spila fótbolta með bestu vinum sínum. Ég er ótrúlega spenntur fyrir landsleikjunum núna. Þetta er nýtt upphaf," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Mér finnst við vera með ótrúlega gott lið og það eru gríðarleg gæði í hópnum. Við ætlum að láta vaða á móti Svartfellingum."

Ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór
Ísak var í sumar keyptur til Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið afar vel á láni með liðinu á síðustu leiktíð.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór. Það var svekkjandi með lokin á síðasta tímabili þar sem við vorum vítaspyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég er lykilmaður þarna og er að spila allar mínútur. Mér líður ótrúlega vel þarna," segir Ísak Bergmann.

„Það er það mikilvægasta fyrir mig sem ungan leikmann að vera að spila reglulega, og líka upp á landsliðið að gera. Það gefur mér enn meiri séns á að byrja leiki hér. Það er mjög flott."

Düsseldorf virkjaði klásúlu í lánssamningi Ísaks til að kaupa hann nokkrum dögum áður en hún átti að renna út.

„Þeir töluðu um það mjög snemma að þeir ætluðu að gera það ef þeir ættu pening. Ég var gríðarlega sáttur með það að enda þarna. Þetta er eitt besta skref sem ég hef persónulega hef tekið," segir Ísak.

„Fram að 15. júní hugsaði ég bara um Düsseldorf en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef það hefði farið yfir þann dag. Ég var ótrúlega ánægður að þetta var niðurstaðan. Við höfum byrjað tímabilið vel og erum efstir. Við erum á góðum stað. Ég spila flestar mínútur og er að spila aðeins neðar á vellinum núna, í tvöfaldri sexu. Það er eins og landsliðið spilar og það hjálpar mér mjög mikið; að læra varnarleikinn og staðsetningarnar. Eins og Jói (Berg) og Arnór (Ingvi) hafa verið að gera gríðarlega vel. Ég fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu. Mig langar að bæta mig sem varnarmaður og geta tekið yfir þetta þegar Jói og Arnór eru hættir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner