Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
   mið 04. september 2024 18:20
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ísak: Fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu
Ótrúlega ánægður að vera áfram í Düsseldorf
Icelandair
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Ísak Bergmann Jóhannesson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á landsliðsæfingu í gær
Á landsliðsæfingu í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það er alltaf jafngaman að koma og spila fótbolta með bestu vinum sínum. Ég er ótrúlega spenntur fyrir landsleikjunum núna. Þetta er nýtt upphaf," sagði landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson þegar hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

Ísland byrjar á föstudaginn nýja Þjóðadeild þegar Svartfellingar koma í heimsókn á Laugardalsvöll.

„Mér finnst við vera með ótrúlega gott lið og það eru gríðarleg gæði í hópnum. Við ætlum að láta vaða á móti Svartfellingum."

Ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór
Ísak var í sumar keyptur til Fortuna Düsseldorf í Þýskalandi eftir að hafa leikið afar vel á láni með liðinu á síðustu leiktíð.

„Ég er ótrúlega ánægður með það hvernig þetta fór. Það var svekkjandi með lokin á síðasta tímabili þar sem við vorum vítaspyrnu frá því að komast upp í Bundesliguna. Ég er lykilmaður þarna og er að spila allar mínútur. Mér líður ótrúlega vel þarna," segir Ísak Bergmann.

„Það er það mikilvægasta fyrir mig sem ungan leikmann að vera að spila reglulega, og líka upp á landsliðið að gera. Það gefur mér enn meiri séns á að byrja leiki hér. Það er mjög flott."

Düsseldorf virkjaði klásúlu í lánssamningi Ísaks til að kaupa hann nokkrum dögum áður en hún átti að renna út.

„Þeir töluðu um það mjög snemma að þeir ætluðu að gera það ef þeir ættu pening. Ég var gríðarlega sáttur með það að enda þarna. Þetta er eitt besta skref sem ég hef persónulega hef tekið," segir Ísak.

„Fram að 15. júní hugsaði ég bara um Düsseldorf en ég veit ekki hvernig þetta hefði verið ef það hefði farið yfir þann dag. Ég var ótrúlega ánægður að þetta var niðurstaðan. Við höfum byrjað tímabilið vel og erum efstir. Við erum á góðum stað. Ég spila flestar mínútur og er að spila aðeins neðar á vellinum núna, í tvöfaldri sexu. Það er eins og landsliðið spilar og það hjálpar mér mjög mikið; að læra varnarleikinn og staðsetningarnar. Eins og Jói (Berg) og Arnór (Ingvi) hafa verið að gera gríðarlega vel. Ég fylgist með þeim og langar að komast inn í þessa stöðu. Mig langar að bæta mig sem varnarmaður og geta tekið yfir þetta þegar Jói og Arnór eru hættir."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner