Birkir Bjarnason, leikjahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi, hefur lagt skóna á hilluna.
Birkir tilkynnti þetta fyrir skömmu á Instagram síðu sinni, en þar segir hann ákvörðunina ekki hafa verið auðvelda.
Birkir lék alls 113 A-landsleiki en spilaði síðast með landsliðinu árið 2022. Hann skoraði fyrsta mark Íslands á stórmóti er hann jafnaði metin gegn Portúgal í fyrsta leik Íslands á EM 2016.
Hann var síðast á mála hjá Brescia, en liðið hafnaði í 15. sæti ítölsku B-deildarinnar á síðastliðnu tímabili og fékk stigafrádrátt vegna fjárhagsvandræða og féll.
„Þetta hefur ekki verið auðveld ákvörðun, en ég tek hana með stolti yfir þeim árangri sem náðst hefur og þakklæti fyrir þau tækifæri, reynslu og minningar sem fótboltinn hefur gefið mér,“ segir í Instagram færslu Birkis.
Athugasemdir