Liverpool berst við spænsku risana um Wharton - Nkunku orðaður við Liverpool - Rodrygo í enska boltann?
Alli Jói: Þessi kóngur frábær
Sandra María: Þetta var gott spark í rassinn
Óskar Smári: Gæðaleysi fram á við þegar leið á leikinn
Jóhann Kristinn: Var mögulega aðeins of pirraður
Bjarni Jó: Eigum að kála þessum leik
Donni: Vonandi það sem koma skal
John Andrews: Viljum spila öðruvísi og kannski er það að skaða okkur
FHL gleymdi búningunum fyrir austan - „Voru ekki lengi að finna búningasett fyrir okkur"
Úlfa Dís hetjan í Garðabæ: Sá einn á einn og hún stóð svolítið flatt
Pétur Rögnvalds: 5-4 er skemmtilegra en 1-0
Ívar Ingimars: Fólk á að borga extra fyrir þessa skemmtun
Davíð Smári: Ákvörðunin erfiðari eftir frammistöðuna gegn Blikum
Gunnar Heiðar: Héldum ekki áfram að gera það sem við erum góðir í
Jóhann Birnir: Meira svekktur með að það kom óðagot á okkur
Hemma Hreiðars bragur að myndast hjá HK - „Vilja æfa eins og skepnur"
Óli Íshólm: Eitthvað til að byggja ofan á en súrt var það
Þriðji markvörður Fjölnis í þremur leikjum - „Ekki algengt að tveir markmenn af þrem meiðist"
Árni Guðna: Þurfum að snúa þessum jafnteflum upp í sigra
De Jong spark fékk bara gult spjald „Hann fer bara með takkana í magann á honum"
Matti: Fyrri hálfleikurinn fer í algjört andleysi
   fös 04. nóvember 2022 11:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fékk nóg af lánaflakkinu og valdi milli tveggja liða - „Alvöru hausverkur"
Kvenaboltinn
Spennt að vera komin í Stjörnuna.
Spennt að vera komin í Stjörnuna.
Mynd: Stjarnan
Lék með Aftureldingu fyrri hluta sumars.
Lék með Aftureldingu fyrri hluta sumars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mig langaði í breytingu, taldi mig þurfa á henni að halda. Ég er búin að vera hjá uppeldisfélaginu Val lengi, búin að vera þar síðan ég var þrettán ára. Það var alltaf þetta lánaflakk á mér. Ég taldi mig þurfa breytingu og ákvað að henda mér í Stjörnuna," sagði Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving sem gekk í raðir Stjörnunnar um liðna helgi eftir að hafa verið á mála hjá Val allan sinn feril.

„Þetta var alvöru hausverkur, voru tvö lið sem ég var að velja á milli og ég ákvað að velja Stjörnuna. Mér líkar mjög vel við umgjörðina og hvað sé framundan. Mér fannst planið og utanumhaldið mjög spennandi."

Auður segir að það hafi ekki verið aðalatriðið að Stjarnan sé á leið í forkeppni Meistaradeildarinnar á næsta tímabili. „Auðvitað er það samt ógeðslega spennandi og ef ég fæ að taka þátt í því þá er það bara geggjað."

Auður hefur einungis spilað tvo keppnisleiki með Val og hefur verið lánuð í burtu síðustu þrjú tímabil. Landsliðsmarkvörðurinn Sandra Sigurðardóttir hefur varið mark liðsins og því um erfiða samkeppni að ræða.

„Auðvitað eru vonbrigði að fá ekki að spila, maður vill alltaf fá að spila. Ég ákvað að hoppa til Eyja, það var frábært og mjög þroskandi. Það er svolítið erfitt að vera í samkeppni við hana Söndru mína."

Auður fór alls þrisvar sinnum til Eyja á láni. Fyrst tímabilið 2020, aftur 2021 og svo seinni hluta tímabilsins í ár. Fyrri hluta tímabilsins var hún hjá Aftureldingu á láni. Hvernig var það?

„Það var mjög skemmtilegt, var búin að vera í meiðslaveseni og fer í ungt lið Aftureldingar. Stelpurnar skemmtilegar, ég þekkti margar þeirra. Ég hefði alveg verið til í að klára tímabilið þar, en svo kom upp að Valur vildi kalla mig til baka og ég get ekki annað en hlýtt þeim."

Auður hefur glímt við bakmeiðsli en er búin að jafna sig á þeim. Hvernig kom til að hún fór til Eyja seinni hluta tímabilsins?

„Það er yndislegt í Eyjum. Guðný (Geirsdóttir) meiddist í sumar og þau vildu fá mig aftur. Ég sá meira í því að fara í ÍBV en að vera áfram í Val, langaði að halda áfram að spila og byggja upp það sem ég missti af í meiðslunum. Mér líður vel í Eyjum."

Chante Sandiford hefur varið mark Stjörnunnar síðustu tvö tímabil. Hefur verið rætt um hlutverk Auðar í Stjörnuliðinu?

„Ég vona að ég verði aðalmarkvörður, mér er sagt það. En mér finnst gott að tala í 'ef' eitthvað, þannig ég er undirbúin fyrir það versta. En eins og ég skil þetta þá er ég að fara vera í aðalhlutverki," sagði Auður.

Í viðtalinu, sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan, er einnig spurt út í EM í sumar þar Auður var kölluð inn.
Athugasemdir
banner
banner