Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
Sjáðu það helsta úr ítalska: Como vann gegn Juventus
Freyr Sigurðsson: Æðislegt að spila með þeim
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
   fös 04. desember 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Kári í leik með Víkingi.
Kári í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. en hann ætlar að taka slaginn áfram með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Kári viðurkennir að hann hafi íhugað að leggja skóna á hilluna.

„Eftir Ungverjaleikinn hugsaði maður 'af hverju er maður í þessu? Þetta eru eintóm vonbrigði alltaf.' Fljótlega eftir það fannst mér ég eiga eitt tímabil inni. Sérstaklega eftir að síðasta tímabili fór illa hjá okkur. Að sama skapi eru hæfileikar í þessu liði og þetta er áhugavert verkefni sem við erum að vinna. Það er ýmislegt sem við getum bætt og ég vil vera með í þeirri þróun," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og stefnan er sett mun hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu. Þetta verður varla lélegri árangur en í fyrra. Það hefur verið gaman að horfa á Víkingana á köflum og það er ýmislegt gott þarna. Að sama skapi er þetta árangurstengd íþrótt og við viljum ná árangi. Mér er sama hvernig þetta lítur út, svo lengi sem við vinnum leiki. Við þurfum að skoða hvað betur getur farið."

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltann á þessu ári og Kári segir að það hafi haft áhrif á að hann vildi taka eitt tímabil til viðbótar.

„Já, vissulega. Þetta er búið að vera ár vonbrigða og frekar leiðinlegt ár. Þetta hefur verið stopp, start. Það er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að við vorum ekkert voðalega góðir í sumar. Við litum mjög vel út á undirbúningstímabilinu, skoruðum 40 mörk og fengum eitt á okkur. Þetta snerist við þegar tímabilið byrjaði eftir Covid. Við gátum ekki skorað og fengum helling á okkur."

„Eftir leiðindar tímabil, sem endaði eins og það gerði, og eftir vonbrigðin í Ungverjalandi þá vil ég ekki enda minn feril á þeim nótum. Ég vil frekar enda með gott bragð í munninum heldur en að vera vonsvikinn, líta um öxl og sjá eftir að hafa ekki tekið 1-2 tímabil í viðbót og verið partur af einhverju sem vonandi gengur upp hjá okkur,"
sgaði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner