Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 04. desember 2020 12:38
Elvar Geir Magnússon
Kári Árna: Vil frekar enda með gott bragð í munni
Kári í leik með Víkingi.
Kári í leik með Víkingi.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Varnarmaðurinn reyndi Kári Árnason skrifaði í dag undir nýjan samning við Víking R. en hann ætlar að taka slaginn áfram með liðinu í Pepsi Max-deildinni næsta sumar. Kári viðurkennir að hann hafi íhugað að leggja skóna á hilluna.

„Eftir Ungverjaleikinn hugsaði maður 'af hverju er maður í þessu? Þetta eru eintóm vonbrigði alltaf.' Fljótlega eftir það fannst mér ég eiga eitt tímabil inni. Sérstaklega eftir að síðasta tímabili fór illa hjá okkur. Að sama skapi eru hæfileikar í þessu liði og þetta er áhugavert verkefni sem við erum að vinna. Það er ýmislegt sem við getum bætt og ég vil vera með í þeirri þróun," sagði Kári við Fótbolta.net í dag.

Víkingur endaði í 10. sæti í Pepsi Max-deildinni í sumar og stefnan er sett mun hærra á næsta ári.

„Að sjálfsögðu. Þetta verður varla lélegri árangur en í fyrra. Það hefur verið gaman að horfa á Víkingana á köflum og það er ýmislegt gott þarna. Að sama skapi er þetta árangurstengd íþrótt og við viljum ná árangi. Mér er sama hvernig þetta lítur út, svo lengi sem við vinnum leiki. Við þurfum að skoða hvað betur getur farið."

Kórónuveirufaraldurinn hefur haft mikil áhrif á fótboltann á þessu ári og Kári segir að það hafi haft áhrif á að hann vildi taka eitt tímabil til viðbótar.

„Já, vissulega. Þetta er búið að vera ár vonbrigða og frekar leiðinlegt ár. Þetta hefur verið stopp, start. Það er hægt að finna ýmsar ástæður fyrir því að við vorum ekkert voðalega góðir í sumar. Við litum mjög vel út á undirbúningstímabilinu, skoruðum 40 mörk og fengum eitt á okkur. Þetta snerist við þegar tímabilið byrjaði eftir Covid. Við gátum ekki skorað og fengum helling á okkur."

„Eftir leiðindar tímabil, sem endaði eins og það gerði, og eftir vonbrigðin í Ungverjalandi þá vil ég ekki enda minn feril á þeim nótum. Ég vil frekar enda með gott bragð í munninum heldur en að vera vonsvikinn, líta um öxl og sjá eftir að hafa ekki tekið 1-2 tímabil í viðbót og verið partur af einhverju sem vonandi gengur upp hjá okkur,"
sgaði Kári.

Hér að ofan má horfa á viðtalið í heild.
Athugasemdir
banner
banner
banner