banner
   fös 04. desember 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Lacazette: Stuðningurinn hjálpaði okkur
Alexandre Lacazette fagnar markinu fyrir framan stuðningsmennina
Alexandre Lacazette fagnar markinu fyrir framan stuðningsmennina
Mynd: Getty Images
Franski framherjinn Alexandre Lacazette segir að stuðningsmennirnir hafi hjálpað liðinu að ná í 4-1 sigur gegn Rapid Vín í gær en hann skoraði fyrsta mark sitt í rúmlega tvo mánuði.

Lacazette skoraði á níundu mínútu gegn Rapid en hann lét þá vaða af 25 metra færi. Stórkostlegt mark og fyrsta mark hans síðan í september.

Hann var ánægður með frammistöðuna og segir að stuðningsmennirnir hafi hjálpað. Stuðningsmenn hafa ekki mátt mæta síðan kórónaveiran herjaði allan heiminn en bresk stjórnvöld gáfu grænt ljóst á að fá 2000 stuðningsmenn á vellina í byrjun mánaðarins.

„Þetta var magnað. Við erum svo ánægðir með að hafa fengið að sjá stuðningsmennina í gær og það hjálpaði okkur í leiknum jafnvel á slæmu köflunum þá reyndist það okkur vel og ýtti okkur áfram. Við spiluðum mjög vel og þetta var góður fótbolti," sagði Lacazette.

„Við fengum tvo leikmenn úr meiðslum og við erum ánægðir fyrir þeirra hönd. Þetta var gott kvöld."

„Það var frábært að skora og gaman að hafa stuðningsmennina með okkur. Þetta hefur ekki verið auðvelt fyrir mig síðustu tvikur en að sjá stuðningsmennina á bakvið mig og liðið og vil ég þakka þeim fyrir,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner