Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   sun 05. febrúar 2023 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn í dag - Erfitt fyrir Real og Barca
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Real Madrid og Barcelona eiga bæði leiki í spænsku deildinni í dag en fimm stig skilja liðin að í titilbaráttunni.


Real Madrid situr þar í öðru sæti og heimsækir Mallorca sem hefur reynst eitt af spútnik liðum tímabilsins á Spáni eftir að hafa rétt bjargað sér frá falli á síðustu leiktíð.

Liðin eigast við í hádegisleiknum og eru afar mikilvæg stig í húfi fyrir bæði lið. Real getur brúað bilið á milli sín og Barca á meðan Mallorca getur blandað sér í baráttuna um Evrópusæti.

Girona mætir Valencia í fallbaráttunni áður en Real Sociedad, sem er í þriðja sæti, tekur á móti Real Valladolid en eftir það er komið að stórleik helgarinnar.

Barcelona tekur þar á móti Sevilla sem fór illa af stað en virðist vera búið að finna taktinn. Sevilla er komið frá fallsvæðinu og búið að sigra þrjá af síðustu fjórum deildarleikjum sínum. Barca er aftur á móti búið að sigra 13 af síðustu 14 leikjum sínum í öllum keppnum og gera eitt jafntefli.

Leikir dagsins:
13:00 Mallorca - Real Madrid
15:15 Girona - Valencia
17:30 Real Sociedad - Valladolid
20:00 Barcelona - Sevilla


Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 35 26 4 5 95 36 +59 82
2 Real Madrid 35 23 6 6 72 37 +35 75
3 Atletico Madrid 35 20 10 5 60 27 +33 70
4 Athletic 35 17 13 5 51 26 +25 64
5 Villarreal 35 17 10 8 61 47 +14 61
6 Betis 35 16 10 9 53 43 +10 58
7 Celta 35 14 7 14 55 54 +1 49
8 Vallecano 35 12 11 12 37 42 -5 47
9 Mallorca 35 13 8 14 33 40 -7 47
10 Osasuna 35 10 15 10 43 51 -8 45
11 Valencia 35 11 12 12 43 51 -8 45
12 Real Sociedad 35 12 7 16 32 41 -9 43
13 Getafe 35 10 9 16 31 34 -3 39
14 Espanyol 35 10 9 16 38 47 -9 39
15 Sevilla 35 9 11 15 39 49 -10 38
16 Girona 35 10 8 17 41 53 -12 38
17 Alaves 35 8 11 16 35 47 -12 35
18 Leganes 35 7 13 15 35 53 -18 34
19 Las Palmas 35 8 8 19 40 57 -17 32
20 Valladolid 35 4 4 27 26 85 -59 16
Athugasemdir
banner
banner