Chiesa í skiptum fyrir Greenwood? - David til Chelsea - Buðu Palace að fá Olise aftur á láni - Slot skoðar Minteh - Varane til Miami
   sun 05. mars 2023 18:44
Brynjar Ingi Erluson
Stærsta tap Man Utd í 92 ár
Mynd: Getty Images
7-0 tap Manchester United gegn Liverpool á Anfield er stærsta tap félagsins í 92 ár.

Liverpool nýtti sjö af átta færum sínum á markið í leiknum á Anfield en þeir Darwin Nunez, Mohamed Salah og Cody Gakpo skoruðu allir tvö mör á meðan Roberto Firmino gerði eitt.

Frammistaða Man Utd var skammarleg í alla staði en það mætti aldrei til leiks í þeim síðari og var refsað hvað eftir annað.

Þetta tap United er það stærsta í 92 ár eða síðan 1931 þegar liðið tapaði fyrir Wolves með sömu markatölu. Liðið tapaði einnig 7-0 fyrir Aston Villa og Blackburn árið 1930 og 1926.


Athugasemdir
banner
banner