Man Utd reynir við Branthwaite - Slot hefur áhuga á Watkins - Sesko efstur á blaði Arsenal
   fim 05. maí 2016 13:00
Fótbolti.net
Spá þjálfara og fyrirliða í Inkasso-deildinni: 1. sæti
KA er spáð toppsætinu.
KA er spáð toppsætinu.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Almarr Ormarsson kom til KA í vetur.
Almarr Ormarsson kom til KA í vetur.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Elfar Árni Aðalsteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fótbolti.net kynnir liðin sem leika í Inkasso-deildinni í sumar eitt af öðru eftir því hvar þeim er spáð. Við fengum alla fyrirliða og þjálfara í deildinni til að spá fyrir sumarið og fengu liðin því stig frá 1-11 eftir því en ekki var hægt að spá fyrir sínu eigin liði.

Spáin:
1. KA 231 stig
2. Keflavík 221 stig
3. Leiknir R. 207 stig
4. Þór 161 stig
5. HK 157 stig
6. Grindavík 141 stig
7. Fram 119 stig
8. Haukar 117 stig
9. Leiknir F. 73 stig
10. Selfoss 71 stig
11. Fjarðabyggð 42 stig
12. Huginn 41 stig

1. KA
Lokastaða í fyrra: 3. sæti í 1. deild
Í fyrra var yfirlýst markmið KA að fara upp í Pepsi-deildina og myllumerkið #Pepsi16 var notað óspart. KA endaði í 3. sæti þrátt fyrir góðan lokasprett. Í ár hefur liðið lagt ennþá meira í sölurnar og markmiðið er skýrt fyrir sumarið.

Þjálfarinn: Srdjan Tufegdzic tók við KA af Bjarna Jóhannssyni í ágúst í fyrra. Túfa hafði áður verið aðstoðarþjálfari Bjarna Jóhannssonar með liðið. Túfa spilaði með KA frá 2006 til 2012 áður en hann lagði skóna á hilluna.

Styrkleikar: Leikmannahópur KA er einn sá allra öflugasti sem hefur sést í 1. deild undanfarin ár. Almarr, Guðmann og Hallgrímur komu allir til félagsins úr Pepsi-deildinni í vetur. Breiddin í hópnum er meiri en í fyrra og liðið betur í stakk búið ef það lendir í áföllum. Sóknarlínan er hreint út sagt mögnuð og KA ætti ekki að lenda í vandræðum með að skora mörk í sumar.

Veikleikar: KA náði ekki að ráða við pressuna í fyrra. Pressan verður ennþá meira í ár eftir leikmannakaup vetrarins og spurning er hvort liðið höndli það. Einungis tveir leikmenn í líklegu byrjunarliði eru uppaldir og spurning er hvort meira hjarta þurfi í liðið. Fannar Hafsteinsson og Srdjan Rajkovic skiptust á að verja mark KA í vetur og markvarslan er ákveðið spurningamerki fyrir sumarið.

Lykilmenn: Almarr Ormarsson, Guðmann Þórisson, Hallgrímur Mar Steingrímsson.

Gaman að fylgjast með: Ásgeir Sigurgeirsson. Ungur Húsvíkingur sem er á láni hjá KA frá Stabæk. Ásgeir er sóknarmaður sem er að koma til baka eftir langa fjarveru vegna hnémeiðsla.

Líklegt byrjunarlið í upphafi móts:


Komnir:
Aleksandar Trninic
Almarr Ormarsson frá KR
Ásgeir Sigurgeirsson frá Stabæk (Á láni)
Guðmann Þórisson frá FH
Hallgrímur Mar Bergmann frá Víkingi R.
Kristján Freyr Óðinsson frá Dalvík/Reyni

Farnir:
Atli Sveinn Þórarinsson hættur
Ben Everson
Bjarni Mark Antonsson í Kristianstad
Josip Serdarusic
Jóhann Helgason hættur
Ævar Ingi Jóhannesson í Stjörnuna

Fyrstu leikir KA:
7. maí KA - Fram
14. maí Haukar - KA
21. maí KA - Huginn
Athugasemdir
banner
banner
banner