Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mahrez blómstrar - Fór til City fyrir Meistaradeildina
Þessi 30 ára leikmaður er með 14 mörk á tímabilinu og sjö stoðsendingar.
Þessi 30 ára leikmaður er með 14 mörk á tímabilinu og sjö stoðsendingar.
Mynd: Getty Images
Þegar Riyad Mahrez yfirgaf Leicester fyrir Manchester City í 60 milljóna punda viðskiptum 2018 sagði Alsíringurinn það einfalt mál af hverju hann væri mættur til Manchester.

„Meistaradeildin. Ég vil vera hluti af henni. Meistaradeildin er fyrir stórlið. City er stórlið og er með allt til alls til að reyna að vinna hana," sagði Mahrez.

Núna þremur árum síðar er Mahrez á barmi þess að ná markmiði sínu með City. Hann skoraði þrjú mörk í 4-1 samanlögðum sigri gegn Paris St-Germain í undanúrslitaeinvígi Meistaradeildarinnar.

City leikur til úrslita gegn Chelsea eða Real Madrid í Istanbúl þann 29. maí. Mahrez hefur blómstrað og spilað lykilhlutverk á þessu tímabili. Á síðasta tímabili byrjaði hann helming deildarleikja City á bekknum og átti misjafna daga.

Þessi 30 ára leikmaður er með 14 mörk á tímabilinu og sjö stoðsendingar.

Mahrez hefur fengið stærra hlutverk og segir að það hafi hjálpað sér mikið.

„Þegar þú spilar meira og sjálfstraustið eykst þá hefur þú meiri áhrif. Þegar sjálfstraustið er mikið er auðveldara að standa sig. Ég er mjög ánægður og finn mig vel. Þegar staðan er þannig er auðveldara að standa sig betur," segir Mahrez.
Athugasemdir
banner
banner
banner