Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 05. maí 2021 14:31
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Símtal
Rúnar Páll lét Daníel vita áður en uppsögnin var tilkynnt
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson sagði í dag upp störfum hjá Stjörnunni. Rúnar hafði verið í tæplega átta ár í starfi áður en hann sagði mjög óvænt upp störfum í dag.

„Það er best að segja sem minnst," sagði Daníel Laxdal, fyrirliði Stjörnunnar, þegar fréttaritari heyrði í honum í dag.

„Rúnar heyrði í mér og lét mig vita áður en tilkynningin kom. Hann hringdi í mig því við erum búnir að vera svo lengi saman hjá félaginu. Sjö ár," sagði Daníel.

„Það var vel gert hjá honum að láta mig vita."

Meistaraflokkur Stjörnunnar æfir klukkan 16:30 í dag og undirbýr sig fyrir leik gegn Keflavík á sunnudag.

Líklegast þykir að Þorvaldur Örlygsson taki við sem þjálfari eftir uppsögn Rúnars en Þorvaldur hafði verið með Rúnari í teymi í öllum undirbúningi fyrir þetta mót og í fyrsta leik gegn Leikni.
Athugasemdir
banner
banner
banner