
„Ótrúlega ánægð með fyrstu þrjú stigin og fannst það vera fyllilega verðskuldað„
Nú varst þú á bekknum í síðasta leik, og komstu svona tívefld til baka?„Maður svarar þessu bara svona og var búin að vera aðeins tæp fyrir leikinn en maður vill náttúrulega alltaf spila og þá er gott að hafa sýnt góða frammistöðu í dag. Gríðarlega mikilvægur leikur og ótrúlega mikilvægt að vera komin með fyrstu stigin í pottinn"
Lestu um leikinn: Fram 2 - 0 FHL
Aldís átti flottan leik á Lambhagavelli hér í dag. Hún lagði upp fyrsta markið og skoraði seinna markið sjálf eftir snyrtilega afgreiðslu með vinstri.
Fram vann gríðarlega mikilvægan sigur í fallbaráttunni og lyfti sér upp úr neðsta sæti og skellti FHL um leið á botninn.
Þess má geta að eftir samtal við Óskar þjálfara Fram þarf undirritaður að leiðrétta þann misskilning að Alda hafi verið á bekknum í síðast leik vegna frammistöðu. Hið rétta er að hún hefur verið að glíma við meiðsli í baki og ákveðið var að hún myndi fá smá hvíld.