
Fyrstu umferð Lengjudeildarinnar lauk með viðureign ÍR gegn nýliðum Völsungs frá Húsavík en leikið var í Egilshöllinni þar sem grasvöllur Breiðhyltinga er ekki tilbúinn.
Á 37. mínútu leiksins tók Alexander Kostic hornspyrnu. Ívar Arnbro Þórhallsson markvörður Völsungs reyndi að grípa boltann en missti hann á klaufalegan hátt inn.
Þrátt fyrir nokkuð þunga pressu Völsungs í lokin reyndist þetta vera eina mark leiksins.
ÍR heimsækir HK á föstudaginn og degi síðar mun Völsungur heimsækja Njarðvík í 2. umferð deildarinnar.
Athugasemdir