Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 18:25
Elvar Geir Magnússon
England: Bournemouth kom til baka og sigraði Arsenal
Ben White og Lewis Cook í baráttu um boltann.
Ben White og Lewis Cook í baráttu um boltann.
Mynd: EPA
Arsenal 1 - 2 Bournemouth
1-0 Declan Rice ('34 )
1-1 Dean Huijsen ('67 )
1-2 Evanilson ('75 )

Bournemouth gerði góða ferð til höfuðborgarinnar og vann Arsenal í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Declan Rice var að spila sinn 100. leik fyrir Arsenal og hélt upp á það með því að koma liðinu yfir. Martin Ödegaard átti sendingu á Rice sem fór framhjá Kepa markverði og skoraði í tómt markið.

Varnarmaðurinn ungi Dean Huijsen jafnaði fyrir Bournemouth eftir hornspyrnu í seinni hálfleik. Hann skoraði með skalla, stýrði boltanum laglega í hornið. Þetta var fyrsta tilraun Bournemouth á rammann.

Það var síðan Brasiliumaðurinn Evanilson sem skoraði af harðfylgi og tryggði Bournemouth magnaðan 2-1 útisigur á Emirates leikvangnum. Þetta var fyrsti sigur félagsins á Emirates í sögu þess.

Arsenal er áfram í öðru sæti deildarinnar en Bournemouth situr í því áttunda. Næsta verkefni Arsenal er seinni leikurinn gegn PSG í undanúrslitum Meistaradeildarinnar en sá fyrri tapaðist 0-1 í Lundúnum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 34 25 7 2 80 32 +48 82
2 Arsenal 35 18 13 4 64 31 +33 67
3 Man City 35 19 7 9 67 43 +24 64
4 Newcastle 34 19 5 10 65 44 +21 62
5 Chelsea 34 17 9 8 59 40 +19 60
6 Nott. Forest 34 18 6 10 53 41 +12 60
7 Aston Villa 35 17 9 9 55 49 +6 60
8 Bournemouth 35 14 11 10 55 42 +13 53
9 Fulham 35 14 9 12 50 47 +3 51
10 Brighton 34 13 12 9 56 55 +1 51
11 Brentford 34 14 7 13 58 50 +8 49
12 Crystal Palace 34 11 12 11 43 47 -4 45
13 Wolves 35 12 5 18 51 62 -11 41
14 Everton 35 8 15 12 36 43 -7 39
15 Man Utd 34 10 9 15 39 47 -8 39
16 Tottenham 34 11 4 19 62 56 +6 37
17 West Ham 34 9 9 16 39 58 -19 36
18 Ipswich Town 35 4 10 21 35 76 -41 22
19 Leicester 35 5 6 24 29 76 -47 21
20 Southampton 35 2 5 28 25 82 -57 11
Athugasemdir
banner