Palace opið fyrir því að selja enska tvíeykið - Real Madrid vill að Man Utd nýti endurkaupsrétt sinn á Alvaro - Vardy orðaður við Leeds
   lau 03. maí 2025 17:02
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland: Daninn frestaði titilfögnuði Bayern - Mögnuð endurkoma breyttist í svekkjandi jafntefli
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Bayern München fagnar ekki Þýskalandsmeistaratitlinum í dag eftir að liðið gerði 3-3 jafntefli við RB Leipzig í 32. umferð deildarinnar í dag.

Með sigri gat Bayern tryggt ser titilinn í 34. sinn í sögu félagsins en það leit ekki út fyrir að það yrði að veruleika eftir að búið var að flauta til loka fyrri hálfleiks.

Benjamin Sesko og Lukas Klostermann skoruðu fyrir Leipzig í fyrri og fóru heimamenn með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn, en Bayern átti ótrúlega endurkomu í þeim síðari.

Eric Dier, sem mun yfirgefa Bayern í sumar, minnkaði muninn á 62. mínútu með skalla eftir hornspyrnu og jafnaði Michael Olise síðan metin með góðu skoti mínútu síðar.

Leroy Sane fullkomnaði endurkomu liðsins á 83. mínútu með þrumuskoti úr teignum og titillinn í augsýn.

Danski framherjinn Yussuf Poulsen var ekkert á þeim buxunum að fara leyfa Bayern að fagna á heimavelli sínum. Xavi Simons sendi hann í gegn seint í uppbótartíma og vippaði hann glæsilega yfir Jonas Urbig í markinu og í netið.

Þetta þýðir að Bayern er með níu stiga forystu á Bayer Leverkusen en Leverkusen-menn eiga leik til góða og eiga því enn tölfræðilegan möguleika á að vinna titilinn. Stigið var auðvitað mikilvægt fyrir Leipzig sem er með 50 stig í 6. sæti og enn í baráttu um Meistaradeildarsæti.

Gladbach og Hoffenheim gerðu ótrúlegt 4-4 jafntefli á heimavelli Gladbach og þá vann Stuttgart 1-0 sigur á níu leikmönnum St. Pauli.

RB Leipzig 3 - 3 Bayern
1-0 Benjamin Sesko ('11 )
2-0 Lukas Klostermann ('39 )
2-1 Eric Dier ('62 )
2-2 Michael Olise ('63 )
2-3 Leroy Sane ('83 )
3-3 Yussuf Poulsen ('90 )

Borussia M. 4 - 4 Hoffenheim
1-0 Fabio Chiarodia ('5 )
2-0 Rocco Reitz ('32 )
2-1 Arthur Chaves ('43 )
2-2 Marius Bulter ('54 )
3-2 Franck Honorat ('64 )
3-3 Adam Hlozek ('74 )
3-4 Haris Tabakovic ('81 )
4-4 Tim Kleindienst ('90 )

Union Berlin 2 - 2 Werder
0-1 Jens Stage ('2 )
0-2 Senne Lynen ('15 )
1-2 Tom Rothe ('37 )
2-2 Laszlo Benes ('84 )

St. Pauli 0 - 1 Stuttgart
0-0 Nick Woltemade ('60 , Misnotað víti)
0-1 Nick Woltemade ('88 )
Rautt spjald: ,Siebe Van Der Heyden, St. Pauli ('57)Nikola Vasilj, St. Pauli ('90)
Stöðutaflan Þýskaland Bundesliga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Bayern 32 23 7 2 93 32 +61 76
2 Leverkusen 31 19 10 2 66 35 +31 67
3 Eintracht Frankfurt 31 16 7 8 62 42 +20 55
4 Dortmund 32 15 6 11 64 49 +15 51
5 Freiburg 31 15 6 10 44 47 -3 51
6 RB Leipzig 32 13 11 8 51 45 +6 50
7 Mainz 31 13 8 10 48 39 +9 47
8 Werder 32 13 8 11 50 56 -6 47
9 Gladbach 32 13 6 13 55 54 +1 45
10 Stuttgart 32 12 8 12 57 51 +6 44
11 Augsburg 31 11 10 10 33 42 -9 43
12 Wolfsburg 32 10 9 13 53 52 +1 39
13 Union Berlin 32 9 10 13 33 47 -14 37
14 St. Pauli 32 8 7 17 26 37 -11 31
15 Hoffenheim 32 7 10 15 44 62 -18 31
16 Heidenheim 32 7 5 20 33 60 -27 26
17 Holstein Kiel 31 5 7 19 45 74 -29 22
18 Bochum 32 5 7 20 30 63 -33 22
Athugasemdir
banner
banner