Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   lau 05. júní 2021 17:45
Brynjar Óli Ágústsson
Nonni: Fullt hús stiga er ekki sjálfgefið
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikur Fram og Vestra fór fram í dag. Framarar unnu yfirburðar 4-0 sigur á Vestramönnum. Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, var mjög sáttur með frammistöðuna hjá sínum mönnum.

Lestu um leikinn: Fram 4 -  0 Vestri

„Er bara mjög ánægður, við mættum til leiks og höfðum fulla stjórn á honum allan tímann fannst mér. Sanngjarn 4-0 sigur.'' segir Jón Þórir eftir sigur á móti Vestra.

''Leikplanið var bara að vinna leikinn. Það voru ákveðin 'moment' í leiknum sem við vissum að við gátum nýtt okkur og mér fannst við hafa gert það ágætlega. Við náðum að komast mikið upp á bakvið bakverðina og hefðum geta skorað fleiri mörk. En heilt yfir bara keyra svoldið á þá á heimavelli, hátt tempo og klára leikinn.''

Nonni var spurður um hvað honum fannst um að vera á toppnum eftir 5 leiki.

„Það er bara frábært og eitthvað sem við ætlum okkur. Þetta er búið að gang vonum framar og vera með fullt hús stiga er ekki sjálfgefið en ég held að við eigum það skilið að hafa unnið þessa leiki útaf við höfum bara lagt það í þá sem til hefur þurft og verið betra liðið í þeim öllum.''

Nonni var svo spurður um hvort liðið væri tilbúið fyrir næsta leik á móti Selfossi.

„Selfoss er mjög flott lið og hafa sýnt það í sínum leikjum að þeir gefast ekki upp eins og jafnteflið á móti Gróttu. Þannig við þurfum að vera tilbúnir í þann leik ef við ætlum að fá eitthvað út úr honum.''

Hægt er að horfa á allt viðtalið fyrir ofan.
Athugasemdir
banner