banner
   sun 05. júní 2022 08:00
Brynjar Ingi Erluson
„Vonbrigðatímabil í alla staði"
Arnór Sigurðsson
Arnór Sigurðsson
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Skagamaðurinn Arnór Sigurðsson var fyrir miklum vonbrigðum með tímabilið hjá Venezia í Seríu A á Ítalíu.

Arnór gekk í raðir Venezia á láni frá rússneska félaginu CSKA Moskvu fyrir síðustu leiktíð.

Þetta var gríðarlega stórt skref fyrir Arnór að komast í eina af fimm bestu deildum Evrópu. Dvöl hans þar átti þó eftir að reynast erfið og settu meiðsli strik í reikninginn.

Arnór byrjaði ekki einn leik í deildinni en lék samtals níu leiki, alla af bekknum. Eini byrjunarliðsleikurinn á tímabilinu var í 3-1 sigri á Ternana í bikarnum. Liðið féll niður í B-deildina og lýsir hann þessu sem vonbrigðatímabili.

„Auðvitað vonbrigðatímabil hjá bæði liðinu og mér sjálfurm. Það er enginn heimsendir, það eru ups og downs í fótboltanum. Það skiptir meira máli að maður sé með hausinn í þetta þegar það er mótlæti og það er búið að vera mikið um það núna."

„Það er gott að komast í landsliðið í þetta umhverfi og jákvæðni, það hjálpar mér helling, en eins og ég sagði vonbrigða tímabili í alla staði nánast,"
sagði Arnór við Fótbolta.net.

Arnór á tvö ár eftir af samningi sínum hjá CSKA og er framtíð hans hjá félaginu óljós. Bretlandseyjar, Bandaríkin og Evrópusambandið hafa öll beitt VEB-bankann, eiganda CSKA, refsiaðgerðum vegna tengsla bankans við rússneska ríkið. Rússneskir miðlar hafa sagt frá dramatískri valdabaráttu innan CSKA og hefur það smitast í búningsklefann. Nokkrir lykilmenn hafa yfirgefið félagið á síðustu vikum og er von á því að fleiri fylgi þeim.
Arnór Sig: Hellingur sem við getum tekið út úr þessum leik
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner