Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mán 05. júní 2023 20:48
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Láki vildi sjá rautt - „Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Er svekktur að tapa þessum leik, þrátt fyrir mjög góða frammistöðu þá gáfum við þeim tvö ódýr mörk sem varð til þess að við töpuðum þessum leik," sagði Þorlákur Árnason þjálfari Þórs eftir tap gegn Víkingi á Þórsvelli í Mjólkurbikarnum í kvöld.

„Frammistaðan var fín, við höfðum mjög mikla stjórn á þessum leik, varnarlega vorum við mjög góðir, gáfum fá færi á okkur. Við náðum að pressa þá á ákveðnum stöðum sem við ætluðum að gera."


Lestu um leikinn: Þór 1 -  2 Víkingur R.

Þórsarar áttu hættulega spretti í seinni hálfleik.

„Kristófer fær dauðafæri, kemst einn í gegn en annars vissum við að við vorum ekkert að fá gríðarlega mikið af færum en fáum samt opnanir og færi. Þetta var frekar lokaður leikur og agalegt svekkelsi þessi mörk. Á móti kemur að ég var gríðarlega stoltur af mínu liði."

Láki vildi að Arnór Borg hefði fengið sitt annað gula spjald í leiknum.

„Arnór Borg Guðjohnsen fer mjög glaður á koddann þar sem hann átti að fá seinna gula. Miðað við hvernig dómgæslan var og virðingin var fyrir Víkingsliðinu þá ef þetta hefði verið hinumegin þá hefði hann hent einhverjum í okkar liði útaf,"

„Þeir eru með frábært lið og bestu liðin fá meira en önnur lið, það er bara þekkt hvort sem það er á Íslandi eða annarsstaðar."


Athugasemdir
banner
banner