Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 05. júlí 2022 10:18
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Forest nær samkomulagi um kaup á Niakhate
Mynd: EPA
Nottingham Forest er nálgæt því að ganga frá sínum fjórðu kaupum í glugganum því Moussa Niakhate er að ganga í raðir félagsins frá Mainz í Þýskalandi.

Kaupverðið er sagt vera um þrettán milljónir punda og er búist við því að hann fari í læknisskoðun í dag. Í kjölfarið fer hann svo til Alicante þar sem leikmannahópur Forest er við æfingar þessa dagana.

Miðvörðurinn Niakhate var fyrsti kostur Forest þegar kom að því að styrkja hjarta varnarinnar. Það kom smá hökt í skiptin í síðustu viku þar sem félögin gátu ekki komist að samkomulagi um kaupverð en núna virðist samkomulag í höfn.

Forest hefur þegar gengið frá kaupum á Taiwo Awoniyi frá Union Berlin, Giulian Biancone frá Troyes og þá kom Dean Henderson á láni frá Manchester United.

Eigandi Forest hefur lofað stjóranum Steve Cooper að hann fái nægilegt fjármagn til að búa til samkeppnishæft lið í úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner