Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. ágúst 2020 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Casemiro: Hjálpar að Man City verður án stuðningsmanna
Casemiro
Casemiro
Mynd: Getty Images
Brasiíski miðjumaðurinn Casemiro telur að það hjálpi Real Madrid að Manchester City verði ekki með stuðningsmennina í stúkunni fyrir síðari leikinn í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Man City vann fyrri leikinn á Santiago Bernabeu 2-1 áður en kórónaveiran herjaði allan heiminn. Fótboltinn var settur í biðstöðu og klárast keppnin því í ágúst.

Seinni leikur liðanna fer fram á föstudag á Etihad en Casemiro telur að Real Madrid sé í kjörstöðu þar sem City verður án stuðningsmanna sinna í leiknum.

„Þetta verður allt annar leikur þegar stuðningsmenn eru ekki á vellinum," sagði Casemiro við Esporte Interactivo.

„Þetta verður mjög góður leikur og erfiður fyrir bæði lið en við erum Real Madrid og við vitum að við eigum möguleika á að fara áfram."

„Man City verður ekki með stuðningsmennina með sér og það gæti hjálpað okkur,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner