Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James mætti í nýju Liverpool treyjunni í leikinn gegn Oklahoma Thunder í NBA-deildinni í kvöld en hann á hlut í enska félaginu.
James, sem er talinn einn besti körfuboltamaður allra tíma, keypti hlut í Liverpool árið 2011 og hefur hann annað slagið birt færslur um Liverpool á Twitter og mætt í varning félagsins á blaðamannafundi.
Liverpool gerði treyjusamning við bandaríska íþróttaframleiðandann Nike fyrr á árinu en heimatreyjan var kynnt á dögunum.
James hefur átt farsælt samstarf með Nike síðustu árin en hann er afar kátur með nýju treyjuna en hann mætti í henni fyrir leik Los Angeles Lakers og Oklahoma Thunder í kvöld.
James og kollegar hans í NBA spila alla leiki sína í Disneylandi í Orlando en auk þess fara leikir í MLS-deildinni fram þar vegna ástandins í Bandaríkjunum.
Feeling Premier pic.twitter.com/fGqHz1IMs5
— Los Angeles Lakers (@Lakers) August 5, 2020
Athugasemdir