Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 05. ágúst 2021 10:53
Elvar Geir Magnússon
Heldur að Óli Jó sé feginn að hafa bara samið út tímabilið
„Það er eitthvað meira en lítið að þarna"
Lítið gengur hjá FH-ingum.
Lítið gengur hjá FH-ingum.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Maður er gjörsamlega gáttaður að horfa á þessi úrslit. HK sem hafði skorað fjórtán mörk í fjórtán umferðum fer í Kaplakrika og skorar fjögur mörk," segir Elvar Geir Magnússon í Innkastinu hér á Fótbolta.net.

Rætt er um 2-4 tap FH-inga gegn HK í Kaplakrikanum.

„Þetta var hræðilegt, ömurlegt... og öll þessi neikvæðu lýsingarorð sem þú getur bara gúgglað," segir Sæbjörn Steinke sem skrifaði um leikinn fyrir Fótbolta.net.

Miklar væntingar voru hjá FH fyrir tímabilið en liðið hefur aðeins fimm af fjórtán leikjum sínum.

„Það er eitthvað meira en lítið að þarna virðist vera. Það kom smá gleðihristingur þegar Óli Jó mætti og það eru ekkert eðlilega góðir leikmenn þarna margir hverjir. Þetta meikar engan sens. Þarna kemur samt spurningin um hversu góðir þessir menn séu árið 2021," segir Tómas Þór Þórðarson.

„Það sem er að gerast þarna í núinu er í meira lagi lélegt, miðað við hvað þessir menn heita og hvað þeir eru væntanlega að fá borgað fyrir að spila fótbolta. Eitthvað kostar þetta allt saman."

„Þetta er ríkjandi silfurlið í deildinni en þeim hefur verið pakkað saman trekk í trekk af alls konar liðum. Taktístk hafa þeir verið útþjálfaðir og hlaupið yfir þá í 90 mínútur. Varnarleikurinn í þessum leik... guð minn góður! Sem heild voru þeir skelfilegir," segir Tómas.

Ólafur Jóhannesson tók við stjórn FH í sumar en samdi bara út tímabilið en miðað við ástandið í Kaplakrika telur Tómas að Ólafur sé ansi ánægður með að hafa ekki bundið sig lengur.

„Ég held að hann sé nokkuð feginn að hafa bara gert samning út tímabilið. Hann þarf einhver vel almennileg loforð um framhaldið, hvað á að gera," segir Tómas í Innkastinu. Í þættinum er einnig talað um að lið hræðist ekki lengur að mæta í Kaplakrika en hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum hér að neðan eða í hlaðvarpsforritum.
Innkastið - Sjokkerandi FH-ingar og Hlíðarendahlátur
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner