fös 05. ágúst 2022 23:14
Brynjar Ingi Erluson
3. deild: KFG áfram á toppnum - KH spyrnti sér frá botninum
KFG heldur toppsætinu
KFG heldur toppsætinu
Mynd: KFG
KFG er áfram í efsta sæti 3. deildar karla eftir 3-2 sigur á Vængjum Júpíters í kvöld og þá náði KH að spyrna sér upp úr botnsætinu með 2-1 sigri á Augnabliki.

KFG lenti undir gegn Vængjunum á 7. mínútu er Anton Breki Óskarsson skoraði. Kári Pétursson jafnaði á 33. mínútu og kom svo KFG yfir á 58. mínútu.

Gunnar Helgi Hálfdánarson gerði þriðja mark KFG þegar tæpur stundarfjórðungur var eftir áður en Arnar Ragnars Guðjohnsen klóraði í bakkann með marki undir lok leiks. KFG er á toppnum með 31 stig, jafnmörg og Dalvík/Reynir.

KH lagði þá Augnablik að velli, 2-1, í Kópavogi. KH komst yfir á sjálfsmarki Gunnars Heimis Ólafssonar á 8. mínútu áður en Luis Carlos Cabrera Solys bætti við öðru á 22. mínútu. Jón Veigar Kristjánsson minnkaði muninn úr vítaspyrnu undir lok leiksins.

KH spyrnti sér af botninum með sigrinum og er nú í næst neðsta sæti með 11 stig en ÍH er nú í neðsta sætinu með 10 stig. Augnablik er í 7. sæti með 20 stig.

Úrslit og markaskorarar:

Augnablik 1 - 2 KH
0-1 Gunnar Heimir Ólafsson ('8 , Sjálfsmark)
0-2 Luis Carlos Cabrera Solys ('22 )
1-2 Jón Veigar Kristjánsson ('90 , Mark úr víti)

KFG 3 - 2 Vængir Júpiters
0-1 Anton Breki Óskarsson ('7 )
1-1 Kári Pétursson ('33 )
2-1 Kári Pétursson ('58 )
3-1 Gunnar Helgi Hálfdanarson ('76 )
3-2 Arnar Ragnars Guðjohnsen ('90 )
Rautt spjald: Eyjólfur Andri Arason , KFG ('90)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner