Newcastle reynir við Guehi og Sesko - Sesko tilbúinn að fara til Newcastle - Liverpool skoðar Íra
   þri 05. ágúst 2025 10:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Er á samningsári og er að sýna sig
Nikolaj Hansen.
Nikolaj Hansen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danski sóknarmaðurinn Nikolaj Hansen hefur leikið frábærlega með Víkingum að undanförnu. Hann er markahæsti leikmaðurinn í allri Sambandsdeildinni og er þá búinn að gera sex mörk í 15 leikjum í Bestu deildinni. Hann skoraði til að mynda í síðasta leik gegn FH núna um verslunarmannahelgina.

Nikolaj, sem er 32 ára og hefur spilað með Víkingi frá 2017, er á samningsári en önnur félög eru byrjuð að heyra í honum. Það er spurning hvað gerist en hann hefur sjálfur sagt að hann vilji vera áfram á Íslandi og hann búist við því.

„Niko kom í útvarpsþáttinn og sagðist ætla að skoða sín mál eftir seinni leikinn gegn Vilaznia. Hann setur tvö og svo er það bara 'hvað viljiði borga mér?' Ég er markahæsti leikmaður Víkings í sögu efstu deildar og markahæsti leikmaður Íslands í Evrópukeppni. Show me the money'," sagði Tómas Þór Þórðarson léttur í útvarpsþættinum Fótbolti.net síðasta laugardag.

Heyrst hefur að KA hafi gert honum tilboð en framtíð hans er í óvissu.

„Niko er búinn verið mjög öflugur fyrir okkur og mikilvægur með að raða inn mörkum núna þannig við þurfum svo sannarlega á honum að halda," sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkinga, eftir síðasta leik gegn FH en hann hefur talað um að hann vilji halda danska framherjanum.
Athugasemdir
banner