Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
   þri 05. ágúst 2025 22:22
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lárus Orri: Menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍA og Valur skildu jöfn á Akranesi í kvöld þar sem Ómar Björn Stefánsson jafnaði metin fyrir ÍA í blálokin.

ÍA átti mjög erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en átti frábæran seinni hálfleik. Fótbolti.net ræddi við Lárus Orra Sigurðsson, þjálfara ÍA, eftir leikinn.

Lestu um leikinn: ÍA 2 -  2 Valur

„Ég sagði ekkert við liðið. Við spjölluðum saman í hálfleik. Við vorum allir óánægðir með fyrri hálfleikinn, með ákveðna hluti og menn voru staðráðnir í að laga það og þeir gerðu það," sagði Lárus Orri.

Lárus Orri gerði breytingu í hálfleik þegar hann setti Hauk Andra Haraldsson inn á fyrir Jonas Gemmer sem átti erfiðan dag.

„Það var ekki bara Jonas sem átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik. Það voru fleiri leikmenn, allt liðið var tvístígandi. Við vorum ekki nógu ákveðnir þegar við komumst í snertingu við þá. Við náðum að opna viss svæði en nýttum þau ekki nógu vel," sagði Lárus Orri.

„Það stigu allir upp, Haukur kom mjög flottur inn og Johannes Vall og Erik flottir og fleiri leikmenn. Það er ósanngjarnt að pikka einhvern einn leikmann sem átti lélegan fyrri hálfleik eða góðan seinni hálfleik því þetta var allt liðið."

„Taktíkin gekk upp. við vorum að ná að opna þessi svæði sem við ætluðum að opna og við vorum að ná yfirtölu á vissum svæðum. En þegar þú ert ekki tilbúinn að fara alla leið í tæklingunum og tilbúinn að láta vaða þegar þú færð tækifærin þá verður þetta mjög erfitt."

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner