
„Ég er mjög sáttur. Ég náði að bæta fyrir nokkur færi í Finnlandsleiknum. Ég er sáttur með þrjú stig og að bæta upp fyri frammistöðuna í síðasta leik," sagði Gylfi Þór Sigurðsson eftir 2-0 sigurinn á Úkraínu í kvöld.
Gylfi skoraði bæði mörk Íslands og hann var hæstánægður eftir leik.
„Ef þú skoðar varnarleikinn þá var þetta toppleikur. Þeir eru með frábæra kantmenn. Það voru ekki bara bakverðirnir. Jói og Birkir hjálpuðu til við að tvöfalda á þá og liðið í heild var að spila vel."
Gylfi skoraði bæði mörk Íslands og hann var hæstánægður eftir leik.
„Ef þú skoðar varnarleikinn þá var þetta toppleikur. Þeir eru með frábæra kantmenn. Það voru ekki bara bakverðirnir. Jói og Birkir hjálpuðu til við að tvöfalda á þá og liðið í heild var að spila vel."
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 0 Úkraína
Úkraínumenn vildu meina að brotið hefði verið á markverðinum Andriy Pyatov í fyrra marki Íslands. Gylfi skoraði þá þegar Pyatov lá á vellinum.
„Ég veit ekki hvort þeir sáu mörkin sín í síðustu leik þegar þeir skoruðu tvö ólögleg mörk. Þeir geta kíkt á þau mörk og aðeins hugsað um það," sagði Gylfi en Jóhann Berg fór utan í Pyatov eftir fyrirgjöf frá Emil Hallfreðssyni.
„Hann er ekki sá stærsti en hann er 60 kíló af kjöti. Það er erfitt þegar hann fer í þig," sagði Gylfi léttur.
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir