lau 05. september 2020 21:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kári um orðaskipti sín við Arnór: Gerðist í hita leiksins
Icelandair
Fyrirliðarnir Harry Kane og Kári Árnason.
Fyrirliðarnir Harry Kane og Kári Árnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason var fyrirliði íslenska landsliðsins sem tapaði 0-1 fyrir Englandi á Laugardalsvelli.

Kári átti frábæran leik og var með betri mönnum íslenska liðsins.

Kári lét vel í sér heyra á meðan leiknum stóð og heyrðist það vel í ljósi þess að engir áhorfendur voru inn á vellinum. Í eitt skipti lét hann Arnór Ingva Traustason, liðsfélaga sinn, heyra það.

„Þetta var sagt og gerðist bara í hita leiksins - skiptir engu máli. Ekkert persónulegt og er bara innan liðsins. Bara eitthvað sem ég vildi að yrði gert betur en ekkert stórmál," sagði Kári á fréttamannafundi spurður út í ósætti sitt við Arnór Ingva.

Kristján Óli Sigurðsson úr Dr Football segir að Kári hafi sagt við Arnór: „Ekki svara mér rækjan þín."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner