Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 05. september 2020 18:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ward-Prowse traðkaði á vítapunktinum fyrir víti Íslands
Icelandair
Birkir skaut yfir.
Birkir skaut yfir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland tapaði á grátlegan hátt gegn Englandi í fyrsta leik í Þjóðadeildinni á Laugardalsvelli í dag.

Raheem Sterling skoraði sigurmarkið úr vítaspyrnu í uppbótartíma, en í sókninni á eftir fékk Ísland líka víti.

Birkir Bjarnason fór á punktinn en setti boltann yfir markið. Því miður.

Efitr leikinn birtust athyglisverðar myndir á samfélagsmiðlum af James Ward-Prowse, miðjumanni Southampton, þar sem hann traðkar á vítapunktinum áður en Birkir fór á punktinn.

Spurning er hvort þetta hafi haft áhrif á Birkir í skotinu.

Hér að neðan má sjá mynd.



Athugasemdir
banner
banner
banner