Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   mið 05. október 2022 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Karaktersigur og vilji í mönnum
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á FH í neðri hluta Bestu deildar karla í dag, en Eyjamenn hafa nú aðeins náð að spyrna sér frá neðstu liðum deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Fyrir leikinn voru Eyjamenn með 20 stig, einu stigi frá fallsæti og var þetta því mikilvægur leikur.

Með sigrinum er ÍBV með 23 stig, fjórum stigum fyrir ofan FH þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta var hörkuleikur og baráttuleikur eins og það var alltaf að fara vera. Þetta var risa karaktersigur hjá okkur, ekki spurning. Það var vilji í mönnum," sagði Hermann við Fótbolta.net.

Leiktíminn var óvenjulegur miðað við miðvikudag en Hermann segir það ekki hafa skipt neinu máli.

„Neinei, það er alveg það sama. Skiptir engu máli og spilum stundum um helgar á sama tíma. Það var ekkert vandamál en það er tvær og hálf vika síðan við spiluðum og sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við ryðgaðir með boltann, en við áttum aukagír í seinni og það var risa karakter í þessum seinni hálfleik."

Þetta verður gríðarleg barátta í þessum leikjum sem eftir eru og ætla Eyjamann að vinna þá alla.

„Já, tiltölulega jafn leikur. Ágætis færi á báða bóga og barátta í þessu, en skemmtilegt að horfa á þetta þó það sé erfitt að spila silkifótbolta við svona aðstæður en hörkuleikur."

„Við erum með okkar eigið mót bara. Þetta eru fimm leikir og við ætlum okkur sigur í öllum leikjum. Það er engin spurning, þetta er skemmtilegt, einn búinn og undirbúningur hafinn fyrir næsta leik. Við erum á því að þetta er mót sem við ætlum að vinna."


Hermann var spurður út í það hvort ÍBV gæti verið töluvert ofar á töflunni en hann ætlaði ekkert að kafa of djúpt í það umræðuefni.

„Maður gæti alveg farið að tala um það en vissulega höfum skapað okkur færi í þónokkrum leikjum og eiginlega hent frá okkur sigrum í sumar. Oftar en einu sinni og tvisvar, vissulega höfum við spilað þannig leiki sem eiga að geta skilað aðeins fleiri stigum en við erum bara þarna og ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu. Einn sigur í hús og hlakka til næsta leiks," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner