Garnacho vill ekki til Arabíu - Bayern gæti reynt við Trossard - Ferguson hefur gert munnlegt samkomulag við Roma
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
   mið 05. október 2022 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Karaktersigur og vilji í mönnum
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á FH í neðri hluta Bestu deildar karla í dag, en Eyjamenn hafa nú aðeins náð að spyrna sér frá neðstu liðum deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Fyrir leikinn voru Eyjamenn með 20 stig, einu stigi frá fallsæti og var þetta því mikilvægur leikur.

Með sigrinum er ÍBV með 23 stig, fjórum stigum fyrir ofan FH þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta var hörkuleikur og baráttuleikur eins og það var alltaf að fara vera. Þetta var risa karaktersigur hjá okkur, ekki spurning. Það var vilji í mönnum," sagði Hermann við Fótbolta.net.

Leiktíminn var óvenjulegur miðað við miðvikudag en Hermann segir það ekki hafa skipt neinu máli.

„Neinei, það er alveg það sama. Skiptir engu máli og spilum stundum um helgar á sama tíma. Það var ekkert vandamál en það er tvær og hálf vika síðan við spiluðum og sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við ryðgaðir með boltann, en við áttum aukagír í seinni og það var risa karakter í þessum seinni hálfleik."

Þetta verður gríðarleg barátta í þessum leikjum sem eftir eru og ætla Eyjamann að vinna þá alla.

„Já, tiltölulega jafn leikur. Ágætis færi á báða bóga og barátta í þessu, en skemmtilegt að horfa á þetta þó það sé erfitt að spila silkifótbolta við svona aðstæður en hörkuleikur."

„Við erum með okkar eigið mót bara. Þetta eru fimm leikir og við ætlum okkur sigur í öllum leikjum. Það er engin spurning, þetta er skemmtilegt, einn búinn og undirbúningur hafinn fyrir næsta leik. Við erum á því að þetta er mót sem við ætlum að vinna."


Hermann var spurður út í það hvort ÍBV gæti verið töluvert ofar á töflunni en hann ætlaði ekkert að kafa of djúpt í það umræðuefni.

„Maður gæti alveg farið að tala um það en vissulega höfum skapað okkur færi í þónokkrum leikjum og eiginlega hent frá okkur sigrum í sumar. Oftar en einu sinni og tvisvar, vissulega höfum við spilað þannig leiki sem eiga að geta skilað aðeins fleiri stigum en við erum bara þarna og ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu. Einn sigur í hús og hlakka til næsta leiks," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner