Chelsea opnar viðræður við Milan - Saliba í samningaviðræðum - Bellingham til Dortmund?
Óskar Hrafn: Þegar tveir strengir slitna tekur tíma að ná aftur takti við hljómsveitina
Rúnar vildi fá víti: Dómarinn á að sjá þetta betur en ég
Jökull: Enginn fór og henti kuðung í sturtubotninn
Þorri Mar þakklátur Stjörnunni - „Sýnir að það sé ekkert okkar á milli"
Láki: Það var reiðarslag fyrir okkur
Valor fékk að velja undir lok gluggans: Gott að sjá vini mína aftur
Jón Þór: Töpum á öllum sviðum leiksins og ég á enga útskýringu á því
Sá yngsti í sögunni: Fór beint heim, hringdi í alla og lét þau vita
Birkir mjög sáttur á Hlíðarenda: Eignuðumst barn og konan vildi koma suður
Túfa: Sást í augunum á mönnum að menn vildu svara fyrir sig
Lúkas Logi: Þetta er ekkert flókið
Gunnar Már: Jöfnunarmarkið var 100% brot
Halli Hróðmars: Þetta var flókinn dagur
Gunnar Heiðar: Erum á góðri leið með þetta lið
Alli Jói: Ógeðslega lengi út úr rútunni
Aron Snær: Pirrandi að við erum búnir að fá okkur tvö skítamörk
Davíð Smári hrósaði Fatai í hástert - „Gjörsamlega stórkostlegur"
Kallar eftir virðingu frá dómurum - „Vonandi kemur VAR í íslenska boltann sem fyrst"
Bjarni Jó: Blessaður vertu ég er búinn að vera í þessu í tæp 40 ár
Pablo Aguilera: Vissulega kalt fyrir mig komandi frá Spáni
   mið 05. október 2022 18:39
Brynjar Ingi Erluson
Hemmi Hreiðars: Karaktersigur og vilji í mönnum
Hermann Hreiðarsson
Hermann Hreiðarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á FH í neðri hluta Bestu deildar karla í dag, en Eyjamenn hafa nú aðeins náð að spyrna sér frá neðstu liðum deildarinnar.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Fyrir leikinn voru Eyjamenn með 20 stig, einu stigi frá fallsæti og var þetta því mikilvægur leikur.

Með sigrinum er ÍBV með 23 stig, fjórum stigum fyrir ofan FH þegar fjórir leikir eru eftir.

„Þetta var hörkuleikur og baráttuleikur eins og það var alltaf að fara vera. Þetta var risa karaktersigur hjá okkur, ekki spurning. Það var vilji í mönnum," sagði Hermann við Fótbolta.net.

Leiktíminn var óvenjulegur miðað við miðvikudag en Hermann segir það ekki hafa skipt neinu máli.

„Neinei, það er alveg það sama. Skiptir engu máli og spilum stundum um helgar á sama tíma. Það var ekkert vandamál en það er tvær og hálf vika síðan við spiluðum og sérstaklega í fyrri hálfleik fannst mér við ryðgaðir með boltann, en við áttum aukagír í seinni og það var risa karakter í þessum seinni hálfleik."

Þetta verður gríðarleg barátta í þessum leikjum sem eftir eru og ætla Eyjamann að vinna þá alla.

„Já, tiltölulega jafn leikur. Ágætis færi á báða bóga og barátta í þessu, en skemmtilegt að horfa á þetta þó það sé erfitt að spila silkifótbolta við svona aðstæður en hörkuleikur."

„Við erum með okkar eigið mót bara. Þetta eru fimm leikir og við ætlum okkur sigur í öllum leikjum. Það er engin spurning, þetta er skemmtilegt, einn búinn og undirbúningur hafinn fyrir næsta leik. Við erum á því að þetta er mót sem við ætlum að vinna."


Hermann var spurður út í það hvort ÍBV gæti verið töluvert ofar á töflunni en hann ætlaði ekkert að kafa of djúpt í það umræðuefni.

„Maður gæti alveg farið að tala um það en vissulega höfum skapað okkur færi í þónokkrum leikjum og eiginlega hent frá okkur sigrum í sumar. Oftar en einu sinni og tvisvar, vissulega höfum við spilað þannig leiki sem eiga að geta skilað aðeins fleiri stigum en við erum bara þarna og ætlum að njóta þess að vera í þessari baráttu. Einn sigur í hús og hlakka til næsta leiks," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner