Arsenal og Tottenham hafa áhuga á Kean - Man Utd sýndi Fermín López áhuga - Jota orðaður við Arsenal
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   mið 05. október 2022 20:03
Brynjar Ingi Erluson
Jonni Inga: Það er bara að sýna hjarta og klára dæmið
Jón Ingason í baráttunni í leik gegn FH fyrr í sumar
Jón Ingason í baráttunni í leik gegn FH fyrr í sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Varnarmaðurinn Jón Ingason var hæstánægður með 2-1 sigur ÍBV á FH í Bestu deild karla í dag.

Lestu um leikinn: ÍBV 2 -  1 FH

Eyjamenn unnu gríðarlega mikilvægan sigur í botnbaráttunni gegn FH-ingum og eru nú fjórum stigum frá fallsæti eftir sigurinn.

Þetta var mikill baráttuleikur við erfiðar aðstæður á Hásteinsvelli en Eyjamenn gátu nýtt sér það enda þekkja þeir þessar aðstæður vel.

„Fyrst og fremst mjög sáttur að klára leikinn og klára þessi þrjú stig. Það er það sem þetta snérist um í dag. Þetta er fyrsti leikur af fimm og koma til baka eftir smá pásu er sterkt að byrja á sigri eftir skiptingu. Þetta var karaktersigur í dag og liðið sýndi hjarta og það er það sem liðið sýndi í dag. Það er bara sýna hjarta og klára dæmið."

„Þetta eru svosem ekki óvenjulegar aðstæður í Vestmannaeyjum á þessum árstíma sérstaklega. Við erum svosem þokkalega vanir þessu og það hefur verið fínt veður en það hefur komið svona veður inn á milli sem hefur hjálpað til í undirbúningnum. Við höfum allir spilað í svona veðri og smá golu og ekkert sem við getum kvartað yfir því. Þurfum bara að nýta okkur það á réttan hátt og mér fannst við gera það ágætlega í dag. Ætluðum að láta vindinn vinna fullmikið fyrir okkur í fyrri hálfleik en fundum taktinn og kláruðum dæmið."

„Mér fannst við byrja mjög vel og af krafti. Búnir að bíða lengi eftir að komast út á völl en svo kom smá kafli þar sem það slaknaði aðeins á okkur. Við hleypum þeim inn í leikinn með marki sem ég tek á mig. Ég átti manninn í horninu en mér fannst brotið á mér en það er bara ég. Við komum til baka og það er það sem skiptir máli og þegar leikurinn er flautaður af erum við með þrjú stig og það var markmiðið í dag,"
sagði Jón við Fótbolta.net.

Ólafur Guðmundsson jafnaði metin fyrir FH á 33. mínútu en Jón fannst brotið á sér í hornspyrnunni.

„Það verður smá 'chaos' eins og er oft í hornum. Fullorðnir menn að kljást og ég stíg upp í Óla. Ég fæ olnboga beint í barkakýlið og dett í kjölfarið. Kannski skrifast það á mig og ég á að standa það af mér og ýta frá mér á móti en mér fannst brotið á mér og mér bregður. Ég er varnarmaður og ég á að klára varnarvinnuna hvort sem það er í opnum leik eða föstum leikatriðum og mér fannst samt sem áður brotið á mér og hefði skilið það ef það hefði verið dæmt á mig á hinn veginn. Sem betur fer voru strákarnir frábærir og liðið allt í heild og við kláruðum þetta. Við komum til baka, mikill karakter og frábært að fagna inn í klefa."

„Þetta var 'chaos' og menn út um allt og menn taka ekki eftir því í hita leiksins. Ég fer í hann og fæ hendina á honum beint í hálsinn á mér og ég veit það ekki. Við bökkum hvorn annan upp og þó menn hafi ekki öskrað og gargað eftir það þetta gerist en allir aðrir og liðsfélagarnir bökkuðu mig upp í kjölfarið og kláruðu leikinn og það er það sem skiptir máli,"
sagði Jón ennfremur, en hann ræðir meiðslin sem hann steig upp úr og samningamálin í viðtalinu hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner