Martinelli til Sádi? - Brentford neitar að lækka sig - Alonso tilbúinn að selja - Elanga á leið til Newcastle
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   þri 05. nóvember 2024 20:26
Elvar Geir Magnússon
Gunnar Olsen: Sjálfstraustið mikið og við stefnum á EM
Icelandair
Gunnar í leiknum í kvöld.
Gunnar í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska U17 landsliðið er komið á næsta stig undankeppni EM eftir frábæra frammistöðu í riðli sem leikinn var hér á Íslandi. Eftir örugga sigra gegn Norður-Makedóníu og Eistlandi var 2-2 jafntefli niðurstaðan gegn öflugu liði Spánar í kvöld.

Hinn afar efnilegi Gunnar Orri Olsen, sem er hjá danska stórliðinu FCK, átti virkilega flotta leiki en hann skoraði jöfnunarmarkið gegn Spánverjum í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísland U17 2 -  2 Spánn U17

„Ég er bara ósáttur með að ná ekki sigrinum. Við fengum frábært færi í lokin en svona er þetta. Maður sættir sig við jafnteflið," segir Gunnar en Ísland fékk færi til að stela sigrinum í lokin.

Gunnar er sammála því að liðsheildarbragurinn á íslenska liðinu hafi verið mjög öflugur. Meðan viðtalið var tekið mátti heyra í samherjum hans fagna góðum árangri í riðlinum í bakgrunni.

„Alveg frábær, eins og þú sérð þá er alvöru stemning og menn sáttir með þetta. Við förum með mjög mikið sjálfstraust í næsta riðil. Við stefnum bara á EM."

Gunnar byrjaði á bekknum í þessum leik en hann og fleiri sóknarþenkjandi leikmenn komu inn í seinni hálfleik og með því jókst sóknarþungi íslenska liðsins undir lokin.

„Það var planið frá byrjun, það er erfitt að spila svona marga leiki á stuttum tíma og þá er bara að koma inn með krafti og gera sitt besta. Ég myndi ekki segja að skallar séu minn styrkleiki," segir Gunnar en markið skoraði hann með skalla eftir horn.

Eins og áður segir er Gunnar, sem er uppalinn Stjörnumaður, í unglingastarfinu hjá FCK og er þar í góðum höndum. Í viðtalinu hér að ofan ræðir hann nánar um mánuðina hjá danska stórliðinu.
Athugasemdir
banner
banner