Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 05. desember 2018 19:48
Elvar Geir Magnússon
Álasund tapaði naumlega - Jafntefli í Íslendingaslag í Rússlandi
Adam Örn Arnarson, leikmaður Álasunds.
Adam Örn Arnarson, leikmaður Álasunds.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Daníel Leó Grétarsson, Adam Örn Arnarsson og Hólmbert Aron Friðjónsson voru allir í byrjunarliði Álasunds sem tapaði 1-0 fyrir Stabæk í fyrri úrslitaleik liðanna um sæti í norsku úrvalsdeildinni.

Leikurinn í kvöld var á heimavelli Stabæk en liðin mætast í Álasundi á sunnudaginn og þá ræðst hvort liðið hefur betur í umspilinu og leikur í efstu deild á næsta ári.

Tobias Börkeeiet, 19 ára strákur, skoraði eina mark Stabæk í kvöld en liðið hafnaði í 14. sæti úrvalsdeildarinnar.

Álasund komst í umspilið með því að enda í 3. sæti B-deildarinnar. Hólmbert endaði sem næst markahæsti leikmaður deildarinnar með 18 mörk í 29 leikjum.

Íslendingaslagur í rússneska bikarnum
2-2 jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leik Krasnodar og Rostov í 8-liða úrslitum rússneska bikarsins í kvöld. Seinni leikurinn verður í Rostov en hann fer ekki fram fyrr en í febrúar. Framundan er vetrarfrí í rússneska boltanum,

Jón Guðni Fjólu­son lék allan leikinn í hjarta varnar Krasnodar í kvöld. Hann hefur verið geymdur á bekknum í deildinni en fengið að spila í bikarnum.

Sverir Ingi Ingason og Viðar Örn Kjartansson voru í byrjunarlið Rostov. Ragnar Sigurðsson var geymdur á bekknum en Björn Bergmann Sigurðarson var ekki í leikmannahópnum.
Athugasemdir
banner
banner