Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 05. desember 2023 18:57
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Yrði skynsamlegast fyrir Douglas Luiz að fara til Liverpool"
Mynd: Getty Images

Douglas Luiz miðjumaður Aston Villa hefur verið frábær fyrir liðið undir stjórn Unai Emery en mörg af stærstu liðum Englands hafa sýnt honum áhuga.


Arsenal reyndi að fá hann sumarið 2022 en það gekk ekki upp að lokum. Manchester City og Liverpool hafa einnig sýnt honum áhuga.

Luiz var leikmaður City frá 2017-2019 og gekk til liðs við Aston Villa eftir að hafa ekki náð að brjóta sér leið í byrjunarlið City.

John Barnes fyrrum leikmaður Liverpool hvetur félagið til að næla í Luiz.

„Liverpool þarf einhvern eins og Luiz meira en City. Þeir eru ekki að fara spila Rodri og Luiz saman. Liverpool þarf varnarsinnaðan miðjumann svo frá hans sjónarhorni hvað varðar leiktíma myndi það vera skynsamlegast að fara til Liverpool," sagði Barnes.

„Hann er með mikil gæði svo það er augljóst hvers vegna mörg af toppliðunum hafi áhuga. Það mun þurfa að sannfæra Villa vegna þess hversu góður hann hefur verið en við vitum hvernig fótboltinn virkar núna. Peningar tala og ég held að við höfum séð að ef leikmaður vill fara er ekki mikið sem stjóri getur gert til að stoppa leikmanninn. Svona er fótboltinn."

Alexis Mac Allister hefur spilað stöðuna hjá Liverpool en félagið reyndi að fá Romeo Lavia og Moises Caicedo í sumar en þeir völdu báðir að fara til Chelsea.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner