Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   fim 05. desember 2024 11:12
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville: Hlýtur að vera mest pirrandi náungi sem til er í fótboltanum
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, var pirraður að sjá sitt gamla lið tapa gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Leikurinn endaði með 2-0 sigri Arsenal en bæði mörkin komu í seinni hálfleik eftir föst leikatriði.

Neville fylgdist með leiknum ásamt félögum sínum í hlaðvarpinu The Overlap í beinu streymi. Á meðan leik stóð talaði hann um það hversu pirrandi Nicholas Jover væri en hann sér um föstu leikatriðin fyrir Arsenal.

„Þjálfarinn sem sér um föstu leikatriðin hjá Arsenal hlýtur að vera mest pirrandi náungi sem til er í fótboltanum," sagði Neville.

„Hann hlýtur að vera það, er það ekki?"

Jamie Carragher, sem var einnig hluti af streyminu, segir að Jover geti nánast beðið um það sem hann vill fá Arsenal - hann sé það mikilvægur fyrir félagið.
Athugasemdir
banner
banner