Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 06. febrúar 2023 16:48
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Þurfti að ræða sérstaklega við markmennina sína - „Hvað verður er ekki alveg fyrirséð"
Auður samdi við Stjörnuna í nóvember.
Auður samdi við Stjörnuna í nóvember.
Mynd: Stjarnan
Chante hefur varið mark Stjörnunnar undanfarin tvö tímabil.
Chante hefur varið mark Stjörnunnar undanfarin tvö tímabil.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan fékk á dögunum heldur betur öflugan liðsstyrk þegar landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir og eiginkona hennar, Erin McLeod, skrifuðu undir hjá félaginu. Gunnhildur er gífurlega reynslumikil og Erin hefur varið mark kanadíska landsliðsins í tvo áratugu.

Fótbolti.net ræddi við Kristján Guðmundsson, þjálfara Stjörnunnar, í dag og spurði hann út í markmannsmálin. Eftir komu Erin til félagsins er Stjarnan skyndilega komin með þrjá mjög öfluga markmenn í henni, Auði Sveinbjörnsdóttur Scheving og Chante Sandiford.

Hvaða þýðingu hefur það að Erin sé komin?

„Að Erin komi inn eykur samkeppnina um markmannsstöðuna enn frekar. Hún er eins og Gunnhildur gríðarlega góð æfingamanneskja. Hún gefur þvílíka orku inn á æfingarnar og smitar út frá sér orku og skemmtilegheitum. Það er mjög gaman að vera með hana í hópnum."

Sérðu fyrir þér að vera með bæði Erin og Auði í hópnum í sumar? „Ég sé það algjörlega fyrir mér að það verði þannig."

Þurftiru að ræða við Auði þegar þessi möguleiki kom inn á ykkar borð að fá Erin inn?

„Já, ég þurfti að ræða sérstaklega við Auði og Chante. Eins og er þá er Chante með okkur. Hvað verður og hvernig þróast er ekki alveg fyrirséð."

Eru einhverjar líkur á því að þær verði allar þrjár hjá ykkur í sumar? „Ég myndi segja að það séu mjög takmarkaðar líkur á því."

Það er breytt staða hjá Stjörnunni að vera með marga markmannskosti. Á síðasta tímabili þurfti liðið t.a.m. að fá markmann á neyðarláni vegna meiðsla Chante.

„Það hefur verið bras á markmannsstöðunni, við höfum kannski verið með einn eða engan. Við höfum verið að missa þær út á miðju tímabili og í lok tímabils. Staðan er núna þannig að við erum með þrjár mjög öflugar. Það er vonandi að við spilum þannig úr spilunum að við stöndum ekki skyndilega uppi með eina. Við þurfum að hafa þetta þannig að við séum allavega með tvær."

Ef þú horfir á hópinn þinn í dag, finnst þér þú þurfa styrkja hann fyrir átökin í sumar?

„Við hefðum áhuga á því að styrkja okkur kannski um einn leikmann til viðbótar."

Einhver sérstök staða? „Já." Viltu gefa hana upp? „Nei," sagði Kristján léttur. Hann var einnig spurður út í Gunnhildi og verður sá partur birtur í fyrramálið.
Athugasemdir
banner
banner
banner