Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fim 06. maí 2021 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Barcelona er að krækja í Aguero
Sky Sports greinir frá því að Barcelona sé búið að ræða við teymi Sergio Agüero.

Agüero á 33 ára afmæli í sumar og nokkrum vikum síðar verður hann samningslaus.

Mörg félög hafa áhuga á argentínsku markavélinni og eru Börsungar þar efstir á lista.

Agüero býr yfir fimm ára reynslu úr La Liga eftir dvöl sína hjá Atletico Madrid, þar sem hann skoraði 74 mörk í 175 deildarleikjum.

Agüero hefur raðað inn mörkunum allan ferilinn og er væntanlega ekki að fara að hætta því núna. Lionel Messi, samherji hans í argentínska landsliðinu, vill ólmur fá Agüero til Barca. Það flækir málið aðeins að Messi verður samningslaus í sumar og er talinn vilja halda á ný mið.
Athugasemdir
banner