Inter í kapphlaupið um Guehi en Liverpool leiðir - Wharton ofar en Baleba á lista Man Utd - Muscat líklegastur til Rangers
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
   lau 06. júní 2020 15:46
Arnar Laufdal Arnarsson
Ási Arnars: Við erum að skoða í kringum okkur
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Ásmundur Arnarsson leitar að leikmönnum fyrir komandi tímabil
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fjölnis, var svekktur eftir að hafa misst niður tveggja marka forystu gegn FH en liðin áttust við í dag í æfingaleik sem endaði með sigri FH-inga, 5-3. Fjölnir komst 2-0 yfir í leiknum.

„Auðvitað vill maður ekki tapa og við fáum svolítið að mörkum á okkur eftir að líða fer á leikinn og þegar við erum búnir að hræra aðeins í liðinu og þá förum við að leka mörkum og við verðum bara að skoða það og vinna í því, en það voru fínir kaflar í þessu. Fyrri hálfleikur ágætur hjá okkur en vissulega viljum við ekki fá á okkur fimm mörk," sagði Ásmundur

Björn Berg Bryde og Stefan Ljubisic hafa verið orðaðir við Fjölni og spurning hvort félagið ætli að bæta við sig eftir að Bergsveinn Ólafsson hætti óvænt í fótbolta.

„Ég get staðfest það við erum að skoða í kringum okkur og viljum breikka hópinn og skoða hvaða möguleikar eru á þessum íslenska markaði, en hvað verður úr því verður bara að koma í ljós," hafði Ási að segja um leikmannamál Fjölnis.

Dalvíkingurinn Þorri Mar Þórisson var á reynslu hjá Fjölni og spilaði í leik gegn HK en hann ristarbrotnaði gegn Grindavík í leik með Fjölni seinustu helgi og spurning hver framtíð hans hjá Fjölni er?

„Við lokum ekkert á það en hann var óheppinn greyið að meiðast gegn Grindavík og er í gipsi. Það tekur smá tíma að koma til baka en við erum ekki búnir að loka á það samt sem áður."

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.

Sjá einnig:
Þorri Mar ristarbrotinn - Frá í minnst sex vikur
Athugasemdir
banner
banner
banner