Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Draumalið fyrri umferð í hverri deild (2-5. deild)
Innkastið - Verður Valur Íslandsmeistari?
EMvarpið - Tómleikatilfinning í Thun
Turnar segja sögur: Gullmörk, bikarævintýri og fallslagur í Noregi!
Útvarpsþátturinn - Fjör í Mosó og markaðurinn kominn í gang
EMvarpið - Grautfúlt að byrja mótið með þessum hætti
Leiðin úr Lengjunni - Njarðvíkingar brjóta blað og Árbæingar að vakna?
Grasrótin - 10. umferð, Mosóbrósar jarðtengdir af mögnuðum Magnamönnum
EMvarpið - Fylgdarmaður, fallegur bær og fyrsti leikur
Tímabilið nánast hálfnað í neðri deildunum!
Innkastið - Mótlæti og mætir ekki í viðtöl
Útvarpsþátturinn - Besta deildin, TG9 og EM
Tveggja barna móðirin sem leikur á sínu fjórða stórmóti fyrir Ísland
Diljá og Karólína: Úr Krikanum á Evrópumótið með Íslandi
Turnar segja sögur: Ísland og Júgóslavía
Grasrótin - 9. umferð, línurnar farnar að skýrast í neðri deildum
Leiðin úr Lengjunni - Fjölnismenn sóttu langþráðan sigur
Innkastið - Stuðningsmenn KR bauluðu á Hlíðarenda
Uppbótartíminn - Núna fer hausinn á EM
Tveggja Turna Tal - Ásmundur Guðni Haraldsson
   þri 06. júní 2023 17:54
Fótbolti.net
Sævar Atli: Mesta afrek á mínum fótboltaferli
„Bara gjörsamlega sturlað," sagði Sævar Atli Magnússon um endann á tímabilinu hjá Lyngby. Liðið hélt sér uppi með frábærri endurkomu, voru á tímapunkti sextán stigum frá öruggu sæti en þegar lokaflautið gall í lokaumferðinni var liðið í öruggu sæti.

Liðið hafði verið í fallsæti síðan í ágúst en að lokum var það markatalan sem gerði gæfumuninn því Horsens endaði með jafnmörg stig en verri markatölu og féll.

Sæbjörn Steinke fór yfir tímabilið hjá Lyngby með Sævari, fagnaðarlætin, trúna á verkefnið, efasemdirnar og ræddi einnig sérstaklega um íslensku liðsfélaga sína og þjálfarann Frey Alexandersson. Sævar segir frá áfalli sem hann varð fyrir í vetur, erfiða tíma sem hann upplifði og stoltið sem fylgdi því að koma til baka.

Hann er núna hluti af íslenska landsliðinu sem býr sig undir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner