Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Innkastið - Sandkassaleikur og möguleika sturtað niður
Útvarpsþátturinn - Flottir Evrópu-Blikar og Herra Víkingur
Leiðin á Laugardalsvöll - Hitað upp með þjálfurunum
Innkastið - Nýr Maggiball og mestu skemmtikraftar Bestu
Ástríðan 22. umferð - Lokaumferðin gerð upp
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Heimavöllurinn: Takk Sif, Blikar snúa aftur og erfitt í eyjum
Innkastið - Markakóngurinn og bikarar á loft
Ungstirnin - Næsti Mitoma og yngstur á HM
Útvarpsþátturinn - Leitin að varnarmönnum og goðsögn kvödd
Óskar Hrafn: Sá möguleiki rennur endanlega úr sögunni á sunnudag
Heimavöllurinn: Þrír í röð hjá Val, rán í Krikanum og biluð botnbarátta
Eggert Aron - Ákvörðunin
Ástríðan 21. umferð - Blóðug barátta á mörgum vígstöðum
Heimavöllurinn: Uppgjör á Lengjudeildinni 2023
Innkastið - Sætur sigur sem nærir sálina
Ungstirnin - Lærlingur Messi og treystum Heimi
Tiltalið: Danijel Dejan Djuric
Innkastið - Mikið í húfi fyrir lokaumferð Lengjudeildarinnar
Útvarpsþátturinn - Vaknað eftir martröð í Lúx og Víkingalaust úrvalslið
   þri 06. júní 2023 17:54
Fótbolti.net
Sævar Atli: Mesta afrek á mínum fótboltaferli
Mynd: Getty Images
„Bara gjörsamlega sturlað," sagði Sævar Atli Magnússon um endann á tímabilinu hjá Lyngby. Liðið hélt sér uppi með frábærri endurkomu, voru á tímapunkti sextán stigum frá öruggu sæti en þegar lokaflautið gall í lokaumferðinni var liðið í öruggu sæti.

Liðið hafði verið í fallsæti síðan í ágúst en að lokum var það markatalan sem gerði gæfumuninn því Horsens endaði með jafnmörg stig en verri markatölu og féll.

Sæbjörn Steinke fór yfir tímabilið hjá Lyngby með Sævari, fagnaðarlætin, trúna á verkefnið, efasemdirnar og ræddi einnig sérstaklega um íslensku liðsfélaga sína og þjálfarann Frey Alexandersson. Sævar segir frá áfalli sem hann varð fyrir í vetur, erfiða tíma sem hann upplifði og stoltið sem fylgdi því að koma til baka.

Hann er núna hluti af íslenska landsliðinu sem býr sig undir leiki gegn Slóvakíu og Portúgal á Laugardalsvelli.

Viðtalið má nálgast í spilaranum að ofan, á öllum hlaðvarpsveitum og á Spotify.
Athugasemdir
banner
banner