De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   þri 06. júní 2023 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Segjast vera búnir að finna kaupendur fyrir Wigan
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Þetta hafa verið afar stormasamar vikur fyrir enska fótboltafélagið Wigan Athletic sem mun leika í ensku C-deildinni í haust, ef allt fer á besta veg.


Wigan hefur átt í gífurlegum fjárhagsvandræðum undanfarin misseri og fengið dæmd refsistig í deildarkeppni, meðal annars fyrir að greiða leikmönnum sínum laun alltof seint. Liðið mun byrja tímabilið í C-deildinni með átta mínusstig.

Eigendur Wigan hafa verið að reyna að selja félagið eftir bestu getu en það ferli hefur ekki gengið nógu vel. Tveir af stjórnarmönnum félagsins sögðu upp á sunnudaginn en skömmu síðar tilkynnti eigendahópurinn að búið væri að finna nýja kaupendur.

Tilvonandi kaupendur munu borga upp allar útistandandi skuldir, en það er langt eftir af kaupferlinu þar sem stjórn ensku neðrideildanna þarf til dæmis að samþykkja eigendaskiptin.

Wigan er á hraðri leið í gjaldþrot undir núverandi stjórn og eru stuðningsmenn félagsins smeykir um framtíðina. Þeir eru gríðarlega spenntir fyrir nýjum kaupendum, hverjir sem það kunna að vera. 

Wigan endaði á botni Championship deildarinnar með 39 stig úr 46 umferðum. Liðið fékk sex refsistig og hefði samt fallið án þeirra.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner