De Bruyne og Grealish til Napoli? - Rodrygo og Frimpong til Liverpool - Al Hilal vill tvo frá Liverpool - Tveir orðaðir frá Newcastle
   lau 06. júlí 2024 09:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Ætlum að halda áfram með þessa klikkuðu hugmynd að vera á eðlilegu grasi“
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það er alltaf stutt í léttleikann hjá Hafnfirðingum en FH birti skemmtilegt myndband í aðdraganda næsta leik liðsins, heimaleik gegn KA sem fram fer á Kaplakrikavelli á mánudag.

FH er í „heimaleikjatörn“ um þessar mundir en liðið leikur fjóra leiki í röð á heimavelli sínum, sem er einn af þremur völlum í deildinni sem er undirlagður náttúrulegu grasi.

Gervigrasvæðingin í íslenska boltanum hefur verið mikið til umræðu og orðið nokkuð algengt að lið hreinlega kvarti yfir því að spila á náttúrulegu grasi. Það er gert gys að þessari umræðu í myndbandi FH, þar sem Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfari liðsins fer með aðahlutverk.

„Völlurinn er svakalega þungur, loðinn og ósléttur. Menn voru að reyna, það vantaði ekki en FH-ingarnir vörðust virkilega vel. Ég veit að þetta hljómar eins og afsökun en þegar maður spilar 40 leiki á ári og þrír þeirra eru á grasi, þá er það öðruvísi. Maður er lengur að ná taktinum," sagði Halldór Árnason þjálfari Breiðabliks eftir 1-0 sigur FH gegn Blikum nýlega.

Þau ummæli eru væntanlega uppspretta þessa myndbands sem sjá má hér að neðan.


   06.07.2024 09:10
Kjartan Henry gestur á X977 í dag

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner