Eggert Aron Guðmundsson leikmaður Elfsborg var ekki lengi að láta til sín taka þegar hann kom inn á sem varamaður í sigri liðsins í dag.
Elfsborg fékk Brommapojkarna í heimsókn í efstu deild í Svíþjóð í dag en Eggert Aron byrjaði á bekknum en Andri Fannar Baldursson var ónotaður varamaður.
Eggert kom inn á 85. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði hann laglegt mark og innsiglaði þar með 3-0 sigur liðsins. Hlynur Freyr Karlsson gekk til liðs við Brommapojkarna á dögunum frá Haugesund en hann var ekki í leikmannahópi liðsins í dag.
Elfsborg er í 7. sæti deildarinnar með 19 stig eftir 14 umferðir. Brommapojkarna er með 15 stig í 11. sæti en liðið hefur spilað 13 leiki.
Det blir 3-0 av bara farten för Elfsborg! Eggert Aron Gudmundsson med målet ????
— Sports on Max ???????? (@sportsonmaxse) July 6, 2024
???? Se all kommande sport på vår nya streaming-hemmaplan Max, där du ser allt från Allsvenskan. pic.twitter.com/WSOQIN98AI