
Manchester United kemur mikið fyrir í Powerade-slúðurpakka dagsins. Dominic Calvert-Lewin og Douglas Luiz hafa verið orðaðir við félagið og þá gætu þeir Jadon Sancho og Marcus Rashford verið á útleið.
Manchester United ætlar að bjóða enska framherjanum Dominic Calvert-Lewin (28), sem er án félags, nýjan samning, en hann yfirgaf Everton fyrir nokkrum dögum. (Sun)
Juventus er að íhuga það að bjóða Man Utd að fá brasilíska miðjumanninn Douglas Luiz (27) í skiptum fyrir Jadon Sancho (25). (Corriere dello Sport)
Juventus hefur einnig áhuga á að fá Yves Bissouma (28), miðjumann Tottenham, í sumar. (Gazzetta dello Sport)
Ensku leikmennirnir Marcus Rashford (27) og Jack Grealish (29) gætu verið falir fyrir 40 milljónir punda í sumar. (MEN)
Barcelona ætlar að halda viðræður við Man Utd á næstu dögum um Rashford. Spænska félagið vill fá hann á láni með möguleika á að kaupa hann á næsta ári. (Footmercato)
Luis Enrique, þjálfari Paris Saint-Germain, segist vera viss um það að Bradley Barcola (22) verði áfram hjá félaginu þrátt fyrir áhuga Bayern München. (Goal)
Al Nassr hefur hafið viðræður við brasilíska sóknarmanninn Rodrygo (24) sem er á mála hjá Real Madrid. Mörg félög í ensku úrvalsdeildinni hafa einnig áhuga á leikmanninum. (Sacha Tavolieri)
Ítalski framherjinn Mario Balotelli (34) er á óskalista hjá félögum í Bandaríkjunum og Mexíkó. Hann yfirgaf Genoa fyrr á þessu ári. (Talksport)
Chelsea hefur tjáð Man Utd að félagið þurfi að borga 35 milljónir punda ef félagið ætlar sér að fá franska framherjann Christopher Nkunku (27). (Mirror)
Chelsea er einnig að fylgjast með stðu Ethan Nwaneri (18), leikmanni Arsenal, en hann er enn í viðræðum við Arsenal um nýjan samning. (Fabrizio Romano)
Heung-Min Son (32), fyrirliði Tottenham, ætlar að hafna bandaríska félaginu Los Angeles FC. Hann er samt enn opinn fyrir því að fara frá Tottenham í sumar. (Sun)
Sunderland er að færast nær því að ganga frá kaupum á belgíska vængmanninum Chemsdine Talbi (20), leikmanni Club Brugge. (Sky Sports)
Burnley og Leeds hafa áhuga á Josh Sargent (25), framherja Norwich og bandaríska landsliðsins. Norwich hefur þegar hafnað tilboði frá Wolfsburg í leikmanninn, en hann er verðmetinn á um 16 milljónir punda. (Pink UN)
Brasilíska félagið Flamengo hefur lagt fram 5 milljóna punda tilboð í Mikey Johnston (26), framherja WBA og írska landsliðsins. (Express and Star)
Viktor Gyökeres (27), framherji Sporting, hefur ekki áhuga á að fara til Sádi-Arabíu, en hann bíður enn eftir því að geta gengið í raðir Arsenal. (Record)
Sporting er sagt reiðubúið til að lækka kröfur sínar eftir að hafa upphaflega viljað 69 milljóna punda eingreiðslu. (A Bola)
Inter Milan hefur hafnað 14,7 milljóna punda tilboði í tyrkneska miðjumanninn Hakan Calhanoglu (31) frá Galatasaray, en Inter vill að minnsta kosti tvöfalt hærri upphæð fyrir leikmanninn. (Sport Mediaset)
Athugasemdir