
Hildur Antonsdóttir verður ekki með Íslandi í dag er liðið mætir Sviss í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í kvöld.
Hildur er í leikbanni þar sem hún fékk að líta rauða spjaldið í fyrsta leik liðsins gegn Finnlandi.
Hildur er í leikbanni þar sem hún fékk að líta rauða spjaldið í fyrsta leik liðsins gegn Finnlandi.
Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari Íslands, var spurður út í Hildi á fréttamannafundi í Bern í gær.
„Auðvitað var þetta þungt högg fyrir Hildi, að vera rekin út af. Eðlilega tekur það einhvern smá tíma að jafna sig á því. Hún tekst á við þetta með jákvæðum huga. Hún þarf að fókusa á það að vera klár í þriðja leik," sagði Þorsteinn.
„Við höfum stutt hana vel og unnið vel með henni. Hún verður klár í þriðja leik. Hún hefur auðvitað verið lykilmaður hjá okkur í tvö ár, skipt okkur miklu máli og staðið sig gríðarlega vel."
„Við þurfum að gera breytingu en óttumst það ekkert. Ég tel okkur vera með hóp til að takast á við þetta. Ég er ekkert hræddur við það."
Athugasemdir