
Alexandra Jóhannsdóttir var með skárri leikmönnum Íslands í fyrsta leik EM gegn Finnlandi.
Á vefsíðu UEFA sést að hún er ofarlega í tveimur tölfræðiflokkum þegar fyrstu umferð riðlakeppninnar er lokið.
Á vefsíðu UEFA sést að hún er ofarlega í tveimur tölfræðiflokkum þegar fyrstu umferð riðlakeppninnar er lokið.
Hún er á meðal efstu fimm leikmanna mótsins í tæklingum með fimm talsins í fyrsta leik gegn Finnlandi.
Hún er þá líka á meðal fimm efstu leikmanna mótsins í að vinna boltann en hún vann boltann níu sinnum í fyrsta leik mótsins.
Alexandra, sem er leikmaður Kristianstad í Svíþjóð, vann sína vinnu vel gegn Finnlandi og vonandi verður hún enn öflugari gegn Sviss í kvöld.
Athugasemdir