Samkvæmt heimildum Fótbolta.net vill danska félagið Hobro, sem spilar í næstefstu deild, fá Oliver Heiðarsson í sínar raðir frá ÍBV.
Oliver, sem er 24 ára, á nokkra mánuði eftir af samningi sínum við ÍBV og ef félög vilja fá hann í sumarglugganum. Eftir það er hægt að fá hann á frjálsri sölu frá Eyjum.
Oliver, sem er 24 ára, á nokkra mánuði eftir af samningi sínum við ÍBV og ef félög vilja fá hann í sumarglugganum. Eftir það er hægt að fá hann á frjálsri sölu frá Eyjum.
Það er ekki eina tilboðið sem er á borði Olivers og ÍBV því það er líka áhugi úr sænsku B-deildinni og króatísku úrvalsdeildinni.
Sóknarmaðurinn, sem var besti leikmaður Lengjudeildarinnar í fyrra, er einnig á blaði íslenskra félaga og hafa KA, Valur og ÍA sýnt honum áhuga.
Oliver fór vel af stað á tímabilinu en varð svo fyrir því óláni að meiðast illa. Eyjamenn, sem eru í harðri fallbaráttu, vonast til þess að endurheimta lykilmann sinn sem fyrst, en svo er spurning hvort þeir vilji fá einhvern pening fyrir hann eða halda honum innan sinna raða út tímabilið.
„Ég veit ekki með næsta leik, en það er ekki langt í hann," sagði Þorlákur Árnason, þjálfari ÍBV, við Fótbolta.net í gær.
Athugasemdir