
Í kvöld fer fram leikur Íslands og Sviss á Evrópumóti kvenna. Leikið verður á Wankdorf Stadium í Bern. Um er að ræða heimavöll Young Boys sem er eitt stærsta félagið hér í landi.
Leikvangurinn er sá næst stærsti í Sviss á eftir St. Jakob-Park í Basel.
Leikvangurinn er sá næst stærsti í Sviss á eftir St. Jakob-Park í Basel.
Það er orðið uppselt á leik Íslands og Sviss í kvöld en af tæplega 30 þúsund áhorfendum, þá verða um 2000 Íslendingar á leiknum. Þessir Íslendingar munu þó eflaust láta vel í sér heyra á pöllunum.
Þá verða 13 sjónvarpsstöðvar með framleiðslu og lýsendur á leiknum. Það eru 44 ljósmyndarar, 70 blaðamenn og tíu útvarpsstöðvar að lýsa leiknum.
Bæði lið munu leggja gríðarlega áherslu á að vinna þennan leik eftir tap í fyrstu umferð riðilsins.
Völlurinn þar sem Jói Berg skoraði þrennu
Það er skemmtilegt að segja frá því að þetta er leikvangurinn þar sem Jóhann Berg Guðmundsson skoraði fræga þrennu fyrir íslenska landsliðið í undankeppni HM 2014.
Íslendingar eiga því góðar minningar af þessum velli og vonandi verða þær bara enn fleiri í kvöld.
Það muna örugglega margir enn eftir þessari ótrúlega fallegu þrennu. Ísland lenti 4-1 undir í leiknum gegn Sviss en kom til baka og náði merku jafntefli.
Hér fyrir neðan má sjá myndband af þrennunni sem Jói Berg skoraði gegn Sviss.
Athugasemdir