Íslendingaliðin gerðu góða hluti í úrvalsdeildunum í Noregi og Svíþjóð í dag.
Kolbeinn Þórðarson var í byrjunarliði Gautaborgar sem vann 3-1 sigur á Sirius.
Gautaborg er áfram í 7. sæti en nú með 22 stig og aðeins þremur stigum frá fimmta sætinu.
Gísli Eyjólfsson kom inn af bekknum hjá Halmstad þegar tíu mínútur voru eftir í 2-0 sigrinum á AIK.
Birnir Snær Ingason var ekki í hópnum hjá Halmstad, en hann hefur verið orðaður heimkomu. Halmstad er í 9. sæti með 16 stig.
Framherjinn Stefán Ingi Sigurðarson byrjaði hjá Sandefjord sem lagði Ísak Snæ Þorvaldsson og félaga í Rosenborg að velli, 2-0.
Stefán fór af velli þegar hálftími var eftir en Ísak kom ekkert við sögu hjá gestunum. Rosenborg er í 4. sæti með 23 stig en Sandefjord í sætinu fyrir neðan með 21 stig.
Sveinn Aron Guðjohnsen þurfti að dúsa allan tímann á bekknum hjá Sarpsborg sem vann Haugesund, 3-1, á heimavelli. Sarpsborg er í 7. sæti með 20 stig.
Athugasemdir