Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 12:45
Brynjar Ingi Erluson
Musiala verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði
Mynd: EPA
Þýski sóknartengiliðurinn Jamal Musiala verður frá í að minnsta kosti fjóra mánuði eftir að hafa ökklabrotnað illa í 2-0 tapi Bayern München gegn Paris Saint-Germain á HM félagsliða í gær.

Musiala meiddist alvarlega í leiknum gegn PSG í gær er hann festist undir Gianluigi Donnarumma, markverði franska félagsins.

Atvikið var hræðilegt í alla staði og voru leikmenn beggja liða í miklu uppnámi en áætlað er að Musiala verði frá í að minnsta kosti fjóra mánuði vegna meiðslanna.

Þessi 22 ára gamli leikmaður ferðast aftur til Þýskalands á næstu klukkutímum þar sem hann mun gangast undir aðgerð og hefst í kjölfarið löng og ströng endurhæfing.

Mikill söknuður verður af Musiala sem er lykilmaður bæði hjá Bayern og þýska landsliðinu.
Athugasemdir
banner