Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
   sun 06. júlí 2025 08:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Neuer ósáttur við Donnarumma - „Þetta er erfið stund"
Donnarumma miður sín eftir atvikið
Donnarumma miður sín eftir atvikið
Mynd: EPA
Jamal Musiala, leikmaður Bayern, meiddist illa þegar liðið tapaði gegn PSG í 8-liða úrslitum á HM félagsliða í gær.

Musiala er líklega ökklabrotinn eftir að Gianluigi Donnarumma, markvörður PSG, fór í hann og ökklinn á Musiala festist.

Manuel Neuer, markvörður Bayern, var ekki sáttur með Donnarumma í þessu atviki.

„Þetta er ótrúlega erfið stund. Venjulega er þetta mikil hætta, sem markvörður þá tel ég að þú þurfir ekki að fara svona út í þetta, það er hættulegt. Hann tekur mikla áhættu á að meiða, meira að segja samherja, en venjulega gerist ekkert. Vonandi eru meiðslin ekki alvarleg en það lítur út fyrir að svo verði," sagði Neuer en talið er að Musiala verði frá næstu mánuðina.

„Ég fór til hans í hálfleik og spurði: 'Viltu ekki fara til leikmannsins?' Hann varð fyrir alvarlegum meiðslum og ég tel að það sé bara sanngjarnt að fara til hans og sýna honum virðingu. Fara til hans og óska honum alls hins besta og hann gerði það."

Thibaut Courtois, markvörður Real Madrid, tjáði sig einnig um atvikið.

„Mér finnst það full hart að kenna Donnarumma um meiðslin. Markmenn eru að fara í boltann. Framherjar eru ekkert að passa sig þegar þeir koma að okkur, þetta er óheppni. Þetta særir Neuer meira því Musiala er samherjinn hans en þetta er ekki Donnarumma að kenna," sagði Courtois.
Athugasemdir